Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Tónlistarfólk tíðir gestir á Hrafnistuheimilunum

 

Við á Hrafnistu erum svo lánsöm að reglulega kíkir til okkar tónlistarfólk sem léttir okkur lund. Á dögunum söng Valdimar Guðmundsson ásamt Erni Eldjárn nokkur hugljúf lög fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Boðaþingi. Einn íbúi okkar sagði frá því að hún væri búin að vera aðdáandi Valdimars lengi en átti ekki von á því að ná tónleikum hjá honum héðan af! Það er ekki slæmt að ná að uppfylla drauma á hvunndags eftirmiðdegi. Við þökkum þeim Valdimar og Erni kærlega fyrir komuna og tónlistarflutninginn.

Á Hrafnistu í Reykjanesbæ kíkti bandið Heiður í heimsókn og Bragi Fannar kom við og lék á nikkuna af sinni alkunnu snilld. Kærar þakkir fyrir ykkar framlag við að gleðja íbúa og starfsfólk Hrafnistu.

 

Valdimar og Örn syngja fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Boðaþingi

Bandið Heiður í heimsókn á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur