Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Tilslökun Hrafnistuheimilanna á heimsóknarbanni

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_Almannavarnir.jpeg

 

Meðfylgjandi tilkynning verður send til aðstandenda Hrafnistuheimilanna í dag:

 

Ágæti aðstandandi,

22. apríl 2020

Það er okkur ánægja að kynna að ákveðið hefur verið að opna á heimsóknir á Hrafnistuheimilunum frá og með 4. maí næstkomandi, þó með ákveðnum takmörkunum.

Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.  Nauðsynlegt er að takmarka þann fjölda gesta sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma, þar sem líkur á smitum aukast með hverjum þeim aðila sem kemur nýr inn á heimilið. Þess vegna biðjum við ykkur að reyna að velja einn aðstandanda sem kemur inn fyrstu tvær vikurnar.  Vonir eru bundnar við að rýmka enn frekar um heimsóknir í júní 2020.

Þriðjudaginn 28. apríl mun hvert heimili vera í sambandi við aðstandendur með nánari kynningu á því hvernig úthlutanir / pantanir fara fram.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  1. Þú þarft að eiga úthlutaðan / pantaðan tíma til að koma í heimsókn.
  2. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
  3. Þú ert í sóttkví
  4. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  5. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  6. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  7. Heimild til heimsókna einu sinni í viku er veitt frá 4. maí.  Ef vel gengur í baráttunni við veiruna, verður tíðni heimsókna aukin.
  8. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. maí
  9. Bíða skal eftir starfsmanni í anddyri heimilis á merktu svæði og hann fylgir ykkur til íbúa.  Munið að þvo eða/og spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni.
  10. Virða skal 2ja metra regluna og forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er.
  11. Óheimilt er að eiga samskipti við aðra aðstandendur af öðru sóttvarnarsvæði (önnur deild en þinn íbúi býr á) á meðan beðið er eftir að fara inn á deildina.

Við hvetjum ykkur til að nýta tímann til þess að heimsækja ástvin ykkar og ef einhver fyrirspurn er um heilsu hans, þá vinsamlega ræðið það á öðrum tíma í síma við hjúkrunarfræðing.

Það er von okkar að þessi ráðstöfun létti íbúum og aðstandendum lífið enda almennt heimsóknarbann ekki verið áður í gildi í 60 ára sögu Hrafnistu. Hættan er hins vegar langt frá því að vera liðin hjá. Á næstu vikum og mánuðum þurfum við öll að sýna þolinmæði og halda þetta út því einungis með breiðri samstöðu mun okkur takast að sigla í gegnum þennan öldudal og sigrast að lokum á skaðvaldinum.

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf neyðarstjórnar til aðstandenda 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur