Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Hópur listamanna söng fyrir íbúa á Hrafnistu Sléttuvegi

 

Það skapaðist mikil gleðistund meðal íbúa og starfsfólks á Hrafnistu Sléttuvegi í gær þegar hópur landsþekktra listamanna, í forsvari Björgvins Franz Gíslasonar, lagði leið sína þangað til að syngja og gleðja íbúa og starfsfólk.

Hópurinn hefur áður sungið fyrir íbúa Hrafnistuheimilanna á Ísafold í Garðabæ, Hraunvangi í Hafnarfirði og Skógarbæ í Reykjavík við góðar undirtektir. Eins og flestir vita ríkir heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum vegna COVID-19 og því eru viðburðir af þessu tagi mikið gleðiefni fyrir íbúa.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar sönghópurinn kom sér fyrir út í garði á Sléttuveginum og söng fyrir íbúa sem margir hverjir sátu úti á svölum til að hlýða á sönginn.  

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur