Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Tilslakanir á heimsóknarbanni framundan

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_Almannavarnir.jpeg

 

Neyðarstjórn Hrafnistu tók þá ákvörðun frá og með 7. mars s.l. að loka öllum Hrafnistuheimilunum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta þar til annað verður formlega tilkynnt. Var þetta gert í samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna hefði verið lýst yfir fyrr um daginn.

Heilsa og velferð íbúanna okkar þarf alltaf að vera í forgangi og það er í raun ástæðan fyrir þessum aðgerðum sem eru án fordæma í sögunni.

Þar sem íbúar Hrafnistu, rétt eins og annarra hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. 

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilanna veikist af Kórónaveirunni. Því færri sem koma inn á heimilin því minni líkur á smiti. Hefur þetta ferli tekist mjög vel til og sannað gildi sitt.

Á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar 14. apríl s.l. nefndi forsætisráðherra í máli sínu að tilslakanir á heimsóknarbanni hjúkrunarheimila væru í undirbúningi og á daglegum fundi Almannavarna í gær nefndi Landlæknir að þessar tillögur yrðu kynntar í næstu viku.

Vinnuhópur á vegum Almannavarna, Embættis landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og hjúkrunarheimila hefur fundað reglulega síðustu vikur og er hópurinn nú að vinna tillögur að þessum tilslökunum. Þær verða gerðar í hægum skrefum en fyrstu tilslakanirnar munu taka gildi strax 4. maí. Fram að 4. maí verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni.

Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn í næstu viku (22. apríl) og miða m.a. við að aðeins einn geti heimsótt íbúa hjúkrunarheimilis í einu samkvæmt ákveðnum reglum og tekin verða lítil skref í einu.

Þetta verður auðvitað mikill léttir enda mun heimsóknarbann hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí.

Eins og áður segir verða nákvæmar reglur um þetta kynntar í næstu viku og verður þá farið í undirbúning á hverri deild í samræmi við það.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur