Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Deild lokað á Hrafnistu Laugarási vegna smits starfsmanns af COVID-19

 

Í gær, föstudag, kom í ljós að starfsmaður Hrafnistu í Laugarási hafði greinst smitaður af kórónaveirunni. Umræddur starfsmaður hefur ekki verið í starfi frá því sunnudaginn 15. mars, eða frá því hann var sendur í sóttkví af smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis. Um eftirmiðdag í gær barst tilkynning frá smitsjúkdómadeild Landspítalans þess efnis að viðkomandi væri smitaður. Strax í kjölfarið var þeirri deild sem viðkomandi starfar á lokað og sett í sóttkví.

Engin einkenni hafa greinst meðal íbúa deildarinnar né meðal annarra starfsmanna Hrafnistu á deildinni. Sóttkvíin mun vara meðan smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinnur að málinu með neyðarstjórn Hrafnistu og stjórnendum deildarinnar. Verið er að greina hvaða starfsfólk þarf að vera  í sóttkví og hversu lengi sóttkvíin mun vara.

Öllum aðstandendum íbúa á deildinni hefur verið gert viðvart og boðið að hafa samband við umboðsmenn íbúa og aðstandenda Hrafnistu varðandi frekari upplýsingar. Aðstandendum verður frá og með deginum í dag sendur upplýsingapóstur daglega um stöðu mála.

Fyrir hönd Hrafnistu,

Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur