Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Úrslit Lífshlaupsins 2020 Hrafnista í öðru sæti í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_lifshlaupid-vidtaka-innri.jpeg

 

GOTT SILFUR GULLI BETRA

Mjög góð stemmning myndaðist í febrúar meðal starfsfólks Hrafnistuheimilanna í tengslum við Lífshlaup ÍSÍ. Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni vinnustaða þar sem landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er bæði í frítíma, vinnu og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er fullorðnum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 30 mínútur á dag og í Lífshlaupinu skráði starfsfólk niður alla hreyfingu dagana 5. - 25. febrúar.

Það skiptir Hrafnistu miklu máli að starfsfólk hugi vel að heilsunni því þótt störfin séu skemmtileg og gefandi geta þau líka verið krefjandi og álag oft á tíðum mikið. Þátttaka í Lífshlaupinu og öðrum heilsueflingarverkefnum eru liður í að skapa heilsueflandi starfsanda og stuðla að hreysti og jákvæðni starfsfólks.

Þátttakan var frumraun Hrafnistu í Lífshlaupinu og markmiðin voru tvenns konar. Í fyrsta lagi að standa okkur vel í flokki fyrirtækja með fleiri en 800 starfsmenn og í öðru lagi að skapa hvetjandi stemmningu innan Hrafnistu með því m.a. að stofna lið og keppa innbyrðis, deila fræðslu og efla heilsuvitund starfsfólks. Skemmst er frá því að segja að Hrafnista lenti í 2. sæti sem er frábær árangur og þátttakendur eiga heiður skilið. Á meðfylgjandi er mynd sem tekin var á verðlaunahófi ÍSÍ en íþróttafræðingarnir Steinunn Leifsdóttir og Sigrún Skarphéðinsdóttir tóku við silfurverðlaunum fyrir hönd Hrafnistu.

Í innanhúskeppninni var hart barist og gríðarleg keppni var á milli margra liða. Að lokum fór lið sjúkra- og iðjuþjálfa í Boðaþingi með sigur af hólmi en þær Ester Gunnsteinsdóttir, María Skúladóttir og Svanborg Guðmundsdóttir, sem skipuðu liðið, hreyfðu sig mest og oftast. Þær stöllur hreyfðu sig allar alla daga átaksins (21 dagur) að meðaltali 68,5 mínútur daglega sem er frábær árangur og uppfyllir klárlega ráðleggingar Landlæknisembættisins. Að launum fékk hver þeirra aðgang í Baðstofu World Class Laugum fyrir tvo.

Heilsueflingarnefnd vann úr þeim gögnum sem fyrir lágu og fékk nokkur vel viljug fyrirtæki til að gefa vinninga auk þess sem Hrafnista gaf vegleg heilsuúr og farandbikar. Aðalmarkmið Hrafnistu var að fá sem flesta með og út frá því sjónarhorni var ákveðið að kaupa veglegan farandbikar sem það Hrafnistuheimili fær til varðveislu ár hvert sem nær hlutfallslega flestum starfsmönnum með í verkefnið.

Lífshlaupsmeistarar Hrafnistu 2020:

1. sæti Sléttuvegur

2. sæti Boðaþing

3. sæti Laugarás

Hrafnista ákvað að verðlauna einn þátttakanda á hverju heimili með veglegu heilsuúri. Dregið var af handahófi og allir þeir sem hreyfðu sig 10 sinnum eða oftar á Lífshlaupstímabilinu voru í pottinum.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

Ástríður Hannesdóttir – Boðaþing

Sigríður Inga Eysteinsdóttir – Hlévangur

Jónína Gísladóttir – Hraunvangur

Svanhvít Guðmundsdóttir – Ísafold

Valgeir Elísasson – Laugarás

Sveindís Guðmundsdóttir – Nesvellir

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir – Skógarbær

Sigrún Ósk Jónsdóttir - Sléttuvegur

 

Að auki voru dregnir út af handahófi 25 vinningar og að þessu sinni áttu allir starfsmenn Hrafnistu sem skráðu sig í Lífshlaupið möguleika.

Vinningshafar voru eftirfarandi starfsmenn:

 Jóhanna Marta Kristensen – Boðaþing

Katrín Heiða Jónsdóttir – Ísafold

Jóhanna Jónasdóttir – Viðey dagþjálfun Laugarási

Þóra Geirsdóttir – Heilbrigðissvið

Halldóra Hinriksdóttir – Hraunvangi

Harpa Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Guðný Björk Stefánsdóttir – Hraunvangi

Jóna Petra Guðmundsdóttir – Laugarási

Birna Guðbjörg – Laugarási

Sigríður Rós Jónatansdóttir – Nesvellir

Elínborg Samúelsdóttir – Skógarbær

Anna Steina Finnsdóttir – Sléttuvegi

Rakel Ösp – Boðaþingi

Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir – Hlévangur

Lilja Björgvinsdóttir – Hraunvangi

Erla Írena Hallmarsdóttir – Hraunvangi

Berglind Rós Bergsdóttir – Hraunvangi

Alexandra Holmsted Madsen – Hraunvangi

Íris María Mortensen – Ísafold

Valgerður Gunnarsdóttir – Laugarási

Lilja Ásgeirsdóttir – Heilbrigðissvið

Jóhanna Björk Viktorsdóttir – Laugarási

Salvicon – Nesvellir

Hulda Ragnarsdóttir – Skógarbær

Elsa Björg Árnadóttir - Sléttuvegi

Það verður spennandi að sjá hvert farandbikarinn fer í Lífshlaupinu 2021!

Við viljum þakka Sport 24, Altis, Hress , Hreyfingu og  World Class fyrir veitta vinninga.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur