Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Nýr aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi

Marianne Olsen
Marianne Olsen

Marianne Olsen hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi.

Marianne er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku og starfaði í aðaleldhúsi Sct. Hans spítala í Danmörku. Hún starfaði sem smurbrauðsdama hjá Veitingamanninum á Bíldshöfða og rak eigin veisluþjónustu í 11 ár. Marianne hefur starfað í eldhúsinu á Hrafnistu í Skógarbæ frá árinu 2011, þar af síðustu tvö árin í afleysingu yfirmanns eldhúss.

Við bjóðum Marianne hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Hrafnistu Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur