Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Landsþekktir söngvarar og listamenn gleðja íbúa á Hrafnistu Ísafold

 

Það var heldur betur stórkostleg stund á Hrafnistu Ísafold í dag þegar landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa og starfsfólk með söng undir berum himni. Hugmyndina að þessum viðburði átti Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem gleðja vildi föður sinn en hann býr á Hrafnistu Ísafold. Eins og flestir vita ríkir heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum og því vildi Ingunn gleðja íbúana með þessu móti.

Hrafnista þakkar af heilum hug öllum þeim er lögðu hönd á plóg við að gera þessa stund í dag ógleymanlega fyrir íbúa okkar og starfsfólk á Hrafnistu Ísafold. Þið eigið heiður skilið fyrir ykkar frábæra framlag á þessum fordæmalausu tímum.

Upptöku af þessari skemmtilegu uppákomu í dag má sjá með því að smella HÉR

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur