Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Orðsending til íbúa og aðstandenda Hrafnistu

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu

Dags. 13. mars 2020

Fyrir hönd Hrafnistuheimilanna viljum við byrja á að þakka ykkur fyrir þann skilning sem þið hafið sýnt þeirri erfiðu ákvörðun sem Neyðarstjórn Hrafnistu tók fyrir síðustu helgi um að loka Hrafnistuheimilunum.

Heilsa og velferð íbúa okkar er ávallt í forgangi og allar aðgerðir miðast að því að vernda íbúa okkar, sem flestir eru aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp um að veikjast alvarlega. Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að stíga varlega til jarðar og taka einn dag í einu.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu tekur ástandinu almennt með mikilli ró. Það hefur enn sem komið enginn greinst með Kórónuveiru á Hrafnistuheimilunum. Við teljum að hluta af þeim góðu fréttum megi þakka lokun heimilanna þar sem ferðir fólks inn á heimilin eru takmarkaðar. Slíkt dregur úr hættu á smiti. Við erum að sjálfsögðu raunsæ og gerum okkur grein fyrir að líklega verður ekki hægt að koma í veg fyrir að veiran komi upp á Hrafnistu.

Dagdvalir, dagendurhæfing og dagþjálfanir Hrafnistuheimilanna eru opnar. Sýkingavarnir voru efldar og þessi úrræði einangruð frá íbúum heimilanna. Það verklag hefur gengið vel og er vert að þakka öflugu starfsfólki heimilanna og hugmyndaauðgi fyrir að finna lausn á vandamálum um leið og þau hafa komið upp.

Eins og áður hefur komið fram þá fundar Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna daglega og staðan metin hverju sinni. Enn er óvíst hvenær heimilin verða opnuð aftur, en vel er fylgst með leiðbeiningum Almannavarna ásamt því að vera í góðu sambandi við sóttvarnarsvið Embætti landlæknis.

Enn og aftur viljum við þakka ykkur íbúum og aðstandendum kærlega fyrir þá hjálp sem þið hafið þegar veitt, bæði með því að virða heimsóknarbannið, finna aðrar lausnir til að heyra í ykkar nánustu og koma með hugmyndir að lausnum.

Eigið góða helgi.

Kær kveðja, Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur