Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Heimsóknarbann og lífið á Hrafnistuheimilunum

Íbúar og starfsfólk á Hrafnistuheimilinum finna sér ýmislegt að gera þessa dagana. Í Menningarsalnum á Hraunvangi í Hafnarfirði í gær spilaði Bragi Fannar á nikkuna í fyrir gesti í dagdvölinni. Því var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar svo allir gátu fylgst með og sungið, hver með sínu nefi. Starfsmenn prófuðu sig áfram í að aðstoða heimilismenn við að hringja myndsímtöl í ættingja sína og verður því haldið áfram næstu daga. Vöfflukaffi var á öllum deildum og runnu vöfflurnar ljúflega niður með ilmandi kaffinu. Í dag var boðið upp á hressa og skemmtilega stólaleikfimi í Menningarsalnum. Kaffi- og spjallhópar voru í gangi á nokkrum stöðum í húsinu, auk spilahópa, boccia og söngstunda. Með kaffinu var svo boðið upp á sjúss sem rann ljúflega niður með dýrindis gulrótarköku.

Þeir sem eiga bókaðan tíma í hárgreiðslu eða klippingu skella sér að sjálfsögðu í þau erindi á hárgreiðslustofum Hrafnistu og húslestur og bíó eiga sér fastan sess.

Sjúkra- og iðjuþjálfar eru með sína hefðbundnu dagskrá og þjálfanir á öllum deildum Hrafnistuheimilanna og má þar nefna t.d. stólaleikfimi, hjól og listsköpun af ýmsu tagi. 

Þessa dagana er áhersla ekki síst lögð á að eiga samverustundir með íbúunum okkar sem fá ekki heimsóknir þessa dagana vegna heimsóknarbanns sem tók gildi þann 7. mars sl. vegna Kórónaveirunnar (COVID-19).

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur