Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Viðtal við Önnu Jónsdóttur íbúa á Hrafnistu í Laugarási

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_Anna-Jnsdttir-vital-frttablai.jpeg

 

Í jólablaði Fréttablaðsins sem kom út þriðjudaginn 26. nóvember sl. birtist skemmtilegt viðtal við Önnu Jónsdóttur sem búsett er á Hrafnistu í Laugarási. Í viðtalinu sagði hún frá viðburðaríkri ævi sinni og jólahefðum. Hún sagði einnig frá  jólunum sem hún gleymir aldrei þegar faðir hennar komst lífs af úr sjávarháska. Anna fæddist árið 1926 á Kvennabrekku í Dölum og fagnaði því 93 ára afmæli á árinu. Hún ólst upp í Hrútafirði þar sem faðir hennar Jón Guðnason var prestur á Prestbakka og síðar skólastjóri og kennari við Héraðsskólann á Reykjum. Móðir hennar hét Guðlaug Bjartmarsdóttir og sinnti stóru og gestkvæmu heimili. Eiginmaður Önnu var Sveinbjörn Markússon kennari og þau eignuðust sex börn. Barnabörnin eru 13 og langömmubörnin eru orðin 10 talsins. Anna hefur búið á Hrafnistu við Laugarás í rúman áratug og líkar mjög vel. Hún segir það stærsta happdrættisvinning sem hægt væri að fá að búa hér. Hún hefur frá því hún flutti hingað verið hjá börnunum sínum á aðfangadag en í ár ætlar hún að vera á Hrafnistu á aðfangadag.

 

Viðtalið í heild sinni má lesa á bls. 102 í Fréttablaðinu á slóðinni https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/191126.pdf

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur