Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Texti við mynd af Sigurgeir Sigurðssyni fyrrverandi biskup Íslands afhjúpaður á Hrafnistu Laugarási

Í tilefni 25. Sjómannadagsins 3. júní 1962 afhenti þáverandi formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, Hrafnistu málverk af hr. Sigurgeiri Sigurðssyni biskup Íslands. Pétur sagði við athöfnina að Sigurgeir biskup „hafi ætíð verið reiðubúinn til að rétta Sjómannadeginum hjálparhönd“.

Myndina gerði Magnús Á. Árnason listmálari árið 1962 en hún er af athöfn sem fram fór á Melavellinum, Sjómannadaginn 8. júní 1941. Þar minntist Biskup 121 sjómanna sem fórust á tímabilinu frá Sjómannadeginum 2. júní 1940 til þessa Sjómannadags árið 1941. Sagt var við minningarathöfnina „að lengi verði í minnum haft hér á landi hin geigvænlegu sjóslys á tímabili milli þessarar tveggja sjómannadagar“. Aldrei hafa fleiri sjómenn farist á milli Sjómannadaga.

Í gær fór fram á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík athöfn þar sem þessi texti var afhjúpaður við myndina.

Við athöfnina voru viðstaddir Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Hálfdan Henrysson núverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási og Kjartan Sigurðsson afkomandi sr. Sigurgeirs.

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur