Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Sumargrill á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

 

Í Boðaþingi var sumri fagnað með árlegu sumargrilli í hádeginu í gær, miðvikudaginn 3. júlí. Veðrið var ekki að leika við íbúa og gesti og var fagnaðurinn haldinn inni, í húsakynnum Boðans.  Svenni kom og hélt uppi stemmingu með harmonikku, gleði og söng.  Eins og venjulega lá vel á íbúum í Boðaþingi og myndaðist skemmtileg stemming meðal íbúa og starfsfólks. Maturinn lukkaðist vel og kunnum við Múlakaffi og eldhúsi Hrafnistu bestu þakkir fyrir. Iðjuþjálfinn okkar hún Svana og kokkur Múlakaffis Eyþór reyndust gamlir sveitungar og vildu meina að það gerði allt betra að fá norðlenskt inngrip en Kópavogsbúar voru ekki alveg til í að samþykkja það.  Það var gaman að sjá hversu margir komu og tóku þátt í gleðinni með okkur en tæplega 160 manns mættu í ár.  Starfsfólk þakkar öllum sem komu fyrir gleðina og samveruna og starfsfólki öllu, bæði Boðans og Hrafnistu, fyrir frábæra samvinnu. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur