Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 30. október 2020 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 30. október 2020.

 

Sæl öll,

Þá er hryllingshelgin að ganga í garð, eða „Halloween“ réttara sagt. Ég treysti því að þið verðið hæfilega hryllileg, ef ekki í útliti þá í hugsun.

Mér skilst að þið hafið fengið fallega gjöf sem var samstarfsverkefni starfsmannafélaganna og Hrafnistu. Okkur fannst vera kominn tími til að gleðja ykkur þar sem allt annað er hreinlega bannað. Vonandi eigið þið eftir að njóta. Við höfum áframhaldandi plön um að reyna að vera hugmyndarík og skemmtileg og megið þið endilega leggja hugmyndir í púkkið.

Af Hrafnistu er það að frétta að nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví á Hlévangi í Reykjanesbæ, en það lítur vel út og við krossum fingur. Vitatorg á Hrafnistu í Laugarási er laust úr sóttkví og fögnum við því innilega.

Að frétta er lítið annað en COVID-19, sem við erum að leggja áherslu á alla daga. Við fengum fregnir af Landakoti þar sem smitið náði að stinga sér niður og fara víða. Við erum í keppni í heppni og aldrei er að vita hver verður næstur. Því er mikilvægt að við höfum í huga að reyna að finna ekki sökudólga heldur sendum við veikum einstaklingum og starfsfólki hlýjar baráttukveðjur. Líkt og við þekkjum þá er þetta gríðarlega alvarlegt og reynir mikið á alla.

Ykkur til upplýsingar þá fundar Neyðarstjórn Hrafnistu tvisvar í viku og er sífellt verið að taka stöðuna út frá samfélagssmitum og þeim breytingum sem sóttvarnarlæknir leggur til hverju sinni. Einnig fundar hópur frá Hrafnistu með samráðshóp Almannavarna nokkrum sinnum í viku sem og með sóttvarnarlækni einu sinni í viku. Við höldum okkur á tánum.

Nú er enn ein helgin gengin í garð og tökum við henni fagnandi. Til að vega upp hryllinginn á Halloween þá læt ég fegurðina fylgja hérna með. Eigið yndislega helgi.

 

Fegurðin

Með þér býr innri friður

fegurri en þú veist.

Með þér býr ljósið 

svo hreint og skært.

Lát það skína,

svo fleiri njóti

og vittu til

það birtir upp.

Hjartalag - Hulda Ólafdóttir

 

Kær kveðja,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

Lesa meira...

Síða 9 af 255

Til baka takki