Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 10. apríl 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Ég vona að þið hafið öll haft það gott um páskana og allir komi feitir og pattaralegir út úr hátíð súkkulaðiáts og annara lífsins lystisemda.
 
Meðalaldur fagfólks á Hrafnistu
Nú fyrir áramótin var haldið mjög áhugavert málþing um framtíðarmönnun á heilbrigðisstofnunum. Þar kom meðal annars fram að meðalaldur helstu starfstétta á hjúkrunarheimilum, eins og hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, hefur verið að hækka. Til dæmis kom fram að stór hluti hjúkrunarfræðinga á Íslandi mun hætta störfum sökum aldurs á næstu fimm árum.
Ykkur til fróðleiks höfum við í framhaldinu verið að skoða málin hér á Hrafnistu. Meðal annars höfum við séð að um 20% hjúkrunarfræðinga á heimilunum er á aldrinum 60-70 ára. 76% sjúkraliða í Hafnarfirði er yfir 50 ára en um 50% á hinum heimilunum okkar.
Auk þess að við höfum áhuga á að greina aldurshópa starfsfólks betur til að sjá hvar við stöndum í samburði við aðra, er líka mjög hollt og gott fyrir okkur að velta aðins fyrir okkur hvernig hægt er að bregðast við þessari þróun. Við sem eru í öldrunar- og heilbrgiðsgeiranum eru jú í samkeppni við aðra geira atvinnulífsins um unga fólkið og þurfum auðvitað að standa okkur í þeirri samkeppni.
 
Hrafnista á ÍNN
Í febrúar kom fréttahaukurinn Ingvi Hrafn Jónsson í heimsókn á Hrafnistuheimilin og gerði fjóra sjónvarpsþætti um Sjómannadagsráð og starfsemi fyrirtækja þess eins og Hrafnistu, Happdrætti DAS og leiguíbúðir Naustavarar. Þessir þættir eru nú komnir í sýningu á sjónvarpsstöðinni ÍNN og lofar fyrsti þátturinn sannarlega góðu. Ingvi Hrafn var mjög hrifin af starfsemi okkar og vonandi skilar það sér í þáttunum sem eiga án efa eftir að skila jákvæðu sjónarhorni á starfsemi Hrafnistu út í samfélagið.
 
Starfsafmæli á Hrafnistu í apríl
Í apríl, rétt eins og í öðrum mánuðum ársins, er vaskur hópur starfsfólks Hrafnistu að fagna formlegu starfsafmæli.
Nú í apríl eru þetta eftirfarandi starfsmenn:
3 ára starfsafmæli: Harpa Lilja Björnsdóttir á Mánateig í Reykjavík, Kristín Una Pétursdóttir á Öldurhrauni og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir á Sjávar-/Ægishrauni, báðar í Hafnarfirði og í Kópavogi Karen Harpa Harðardóttir starfsmaður á Spóalundi.
5 ára starfsafmæli: Fanney Dagmar Helgadóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði, Erna Valdís Valdimarsdóttir og Elísabet Vattnes Sigurbjörnsdóttir, báðar á Sólteig í Reykjavík. Í Kópavogi eru það svo Sigurlaug Garðarsdóttir á Lóalundi, Guðrún Sigurjónsdóttir á Spóalundi og Sigfríður Konráðsdóttir á Næturlundi.
10 ára starfsafmæli: Jasmina Milos á Vitatorgi í Reykjavík.
Og síðast en ekki síst: Elín Poulsen Park í sjúkraþjálfun í Hafnarfirði sem fagnar 30 ára starfsafmæli!
Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir tryggðina við starfsemi Hrafnistu!
 
Góða helgi!
Pétur

Síða 323 af 330

Til baka takki