Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 24. apríl 2015 - Gestaskrifari er Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis D.A.S

Lesa meira...
Gleðilegt sumar
Glæsileg vinningaskrá – meiri vinningslíkur
 
6 íbúðavinningar á nýju happdrættisári = 100% fjölgun
Þann 12. maí n.k. fer fram fyrsti útdráttur á nýju happdrættisári sem byrjar með sprengju.
28. maí verður fyrsti íbúðarvinningurinn að eigin vali dreginn út. 30 milljónir á tvöfaldan miða. Alls verða 6 íbúðavinningar á vinningaskránni á 30 milljónir hver. Voru 3 í fyrra.
Að auki verða 6 aðalvinningar á 6 milljónir hver og 40 á 4 milljónir hver á tvöfaldan miða. Hægt er að fá alla vinninga greidda út í peningum. Alls tæpar 100 milljónir útdregnar í maí.
 
Fleiri vinningar, stærri vinningar og hærri upphæðir.
Auk fjölgun íbúðavinninga verða 100 þúsund króna vinningar nú 150 þúsund krónur.
Heildarfjöldi vinninga verður 51.516 sem er um 15% fjölgun vinninga frá fyrra ári.
Höfum í huga að aðeins 80.000 miðanúmer eru í hverjum útdrætti.
Ekkert annað happdrætti sem dregur vikulega er með álíka vinningslíkur.
Alls verður dregið um rúman 1,1 milljarð króna eða 1.152.200.000 kr.
 
Miðaverð verður 1.500 kr.
Til að geta boðið upp á svo góða vinninga þarf miðaverð að hækka. Það hefur verið
1.300 kr. undanfarin 3 ár. Miðaverð mun því hækka um 15%.
Miðaverð hefur farið hæst í tæpar 2.000 kr. á núvirði. Því er nauðsynlegt að hækka miðaverð svo hægt sé að bjóða upp á veglegri vinninga og fjölga þeim að sama skapi.
 
Íbúðavinningar í sögu Happdrættis DAS.
Það er fróðlegt að skoða sögu íbúðavinninga í þau 61 ár sem happdrættið hefur starfað.
Það þarf að fara aftur til ársins 1963 til að finna álíkan fjölda íbúðavinninga á einu og sama happdrættisárinu. Á þessu 61 ári hafa verið dregnar út 135 íbúðir, 12 einbýli, 4 raðhús,
110 blokkaríbúðir, 7 sérhæðir og 2 parhús. Auk fjölda íbúðavinninga að eigin vali.
 
Á þessu 61 ári hafa verið greiddar út nálægt 19 milljarðar króna í vinninga
Hagnaður Happdrættis DAS í 61 ára sögu þess er á núvirði tæpir 6 milljarðar.
Ljóst er að ekki hefði verið farið út í að innrétta nýjan matssal, Skálfell né að taka anddyrið á Hrafnistu í Reykjavík í gegn, hefði ekki komið til fjámunir frá Happdrætti DAS í þau verkefni auk annarra endurbóta sem framkvæmdar hafa verið á síðustu 10 árum.
Starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík nýtur góðs af bættri starfsaðstöðu og hlýlegra vinnuumhverfi og íbúar fá aukið einkarými.
Þannig njótum við öll góðs af sölu miða í Happdrætti DAS.
 
Stöndum saman og hvetjum fólk til að kaupa miða. Um leið og góðu málefni er lagt lið er von á góðum vinningum.
 
Fyrir hönd Happdrættis D.A.S. og starfsfólk þess óskum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjanesbæ gleðilegs sumars.
 
Sigurður Ágúst Sigurðsson,
forstjóri  Happdrættis D.A.S.

Síða 321 af 330

Til baka takki