Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 13. feb 2015. Gestaskrifari.

Mikil umræða hefur verið undanfarna daga um málefni eldri borgara,einkum  um aðbúnað og þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Þessu tengdu velta fjölmiðlar þeirri spurningu upp, af hverju er ekki veitt meiri og betri þjónusta, ganga á stjórnendur hjúkrunarheimilanna vilja skjót en stutt svör því þeir hafa ekki tíma til að fara djúpt ofan í hluti sem snerta þennan málaflokk. Fyrir fimm árum gerðu stjórnendur  Hrafnistu í Reykjavík samninga við ráðuneytið um að veita tilteknum fjölda eldriborgara hvíldarinnlagnir í nokkrar vikur í senn og hluti þeirra væru í svokallaðri endurhæfingu, enda fól samningurinn í sér tvennskonar daggjöld,þ.e. hærri  daggjöld vegna þeirra sem í endurhæfingu fóru. Síðar kom í ljós að daggjöld stóðu ekki undir þeirri þjónustu sem um var samið og þegar komið var að nýrri samningsgerð var ráðuneytið ekki tilbúið til greiðslu hærri daggjalda og þar með lauk þessari þjónustu. Málið var ekki flóknara þótt fjölmiðlum tækist annað. 1.okt. 2008 voru samþ. lög á Alþingi um sjúkratryggingar Íslands þar sem m.a. var kveðið á um að gerðir yrðu samningar við öll hjúkrunarheimili landsins, en samningar þar um höfðu ekki  verið gerðir um áratugaskeið, að undanskyldu hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Á 6 ára tímabili frá gildistöku laganna hefur ákvæðum um samninga við hjúkrunarheimili verið fresta í fjögur skipti, en tóku nú loks gildi 1. Jan. 2015, eru mikla vonir bundnar við að eðlilegur samskiptamáti verði upp tekinn milli ráðuneytis og hjúkrunarheimila, en gert er ráð fyrir að samningum verði lokið 1.maí n.k. 

Óviðunandi ástand. 
Frá ráðuneytinu hafa borist  tilkynningar á umliðnum árum um einhliða ákvörðun daggjalda, og þá leitað er eftir á hvaða grunni þau standa hefur verið fátt um svör.  Frá árinu 2011 hafa  allmörg bréf verið send  til ráðuneytisins  með þessum óskum en enginn viðbrögð, afskiptaleysið algjört þar til 15. september 2014. Þá mættum við 4 frá Hrafnistu og Grund í ráðuneytið þar sem 4 starfsmenn þess fóru yfir daggjöld til hjúkrunarheimila og sögðu að um 64% þeirra byggðust á RAI matinu en um 34% væri föst krónutala, þar höfðum við það eftir 3 ára umleitan. Þetta svar hefði kallað á miklar umræður og umhugsun (skiptir þá engu máli hvaða þjónusta er veitt?) ef ekki væri komnar á samningaviðræður milli sjúkratrygginga Íslands og fulltrúa hjúkrunarheimilanna. Nú lítum við til framtíðar og vonum að væntanlegir samningar leiði til enn betri þjónustu við heimilismenn hjúkrunarheimilanna og að einhverjum fjármunum verði hægt að verja til umbóta innan sem utandyra eldri hjúkrunarheimila.

Enn heimilislegra. 
Það hefur vakið athygli sú breyting sem upp var tekin hér á Hrafnistuheimilunum að sérstakur starfsmannafatnaður var aflagður, fólk talar um að ásýnd heimilis sé sterkari en áður var. Það er líka ánægjulegt að heyra hve nafngiftum  deilda er vel tekið og vonandi festast þau í sessi. Nöfnin eru sem næst úr nánasta umhverfi heimilanna.  Hrafnista Nesvöllum nefnir sýnar deildir,Sandvík, Selvík, Hraunsvík, Fagravík, Bergvík og Fuglavík.  Hrafnista í Hafnarfirði, Sjávarhraun, Bylgjuhraun, Ölduhraun, Báruhraun og Ægishraun.  Hrafnista í Kópavogi, Krummalundur, Kríulundur,Lóulundur og Spóalundur.  Unnið er að nafngiftum deilda Hrafnistu í Reykjavík og er þess ekki langt að bíða að tilkynnt verið um nafngift deildanna þar.

Ég vil nota þetta tækifæri fyrir hönd stjórnar Sjómannadagsráðs, til að þakka öllu starfsfólki Hrafnistuheimilanna, Happdrætti DAS og Naustavarar fyrir gott starf að markmiðum samtakanna, en það er ykkar vegna sem fyrirtæki sjómannadagsráðs hafa á sér gott orðspor. 

Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður.

Síða 308 af 309

Til baka takki