Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 2. október 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Old letter
Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 2. október 2015.

Helgi P. skoðar málefni eldri borgara

Á þriðjudagskvöld hófu göngu sína sérstakir sjónvarpsþættir um málefni eldri borgara á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Það er enginn annar en fjölmiðla- og tónlistarmaðurinn Helgi Pétursson sem stýrir þessum sjónvarpsþáttum um “lífið á ljúfasta aldrinum” eins og það er kallað í dagskrárkynningu.

Helgi verður sjálfur 67 ára á næsta ári og mun í átta sjónvarpsþáttum skoða málin frá ýmsum hliðum. Helgi hefur farið víða um land til að afla efnis og meðal annars hér á Hrafnistu.

Þættirnir, sem nefnast “Okkar fólk”, eru frumsýndir klukkan 20:00 á þriðjudagskvöldum og svo endursýndir öðru hverju á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Jafnframt eru þættirnir í boði á vef Hringbrautar.

Hvet ykkur til að kíkja á flotta þætti!

 

Heimsóknir frá félögum eldri borgara

Hrafnista fær iðulega í heimsókn góða gesti . Í þessari viku hafa stjórnir félaga eldri borgara verið í brennidepli. Á Hrafnistu Kópavogi var stjórn félags eldri borgara bæjarins í heimsókn í gær og í dag var stjórn félags eldri borgara í Reykavík í heimsókn á Hrafnistu í Laugarásnum. Í báðum heimsóknum var starfsemin kynnt, tekinn góður tími í almennar umræður um öldrunarmál í landinu og gestunum loks boðið í skoðunarferðir til að kynna sér starfsemina að eigin raun.

Báðar heimsóknirnar tókust mjög vel enda hefur Hrafnista jafnan verið í góðu sambandi og samstarfi við stjórnir félaga eldri borgara í þeim sveitarfélögum sem við störfum í.

 

Bleikur október á Hrafnistu!

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Á undanförnum árum höfum við hér á Hrafnistuheimilunum tekið þátt í átakinu af krafti; skreytt húsin og haldið formlega upp á bleika daginn með ýmsum hætti – til dæmis með því að hvetja fólk til að klæðast bleiku. Hápunkturinn verður svo væntanlega á öllum heimilum föstudaginn 16. október, sem er svokallaður “bleiki dagurinn”.

Þetta árið verður engin undantekning hér á Hrafnistu svo ég hvet ykkur öll til að vera dugleg að taka þátt.

Það er í höndum forstöðumanns á hverjum stað að útfæra bleika mánuðinn svo endilega snúið ykkur til stjórnenda og forstöðumannsins ykkar ef upplýsingar vantar en átakið verður kynnt betur á hverjum stað þegar nær dregur.

Áfram bleik Hrafnista!

 

Enginn að fara í verkfall á Hrafnistu

Að lokum vil ég geta þess að enginn er að fara í verkfall hér á Hrafnistu á næstunni. Vegna frétta af fyrirhuguðum verkföllum stéttarfélaga sjúkraliða og SFR, sem töluvert hefur farið fyrir í fjölmiðlum undanfarið, er rétt að minna á að þessar aðgerðir eiga einungis við félagsmenn þessara félaga sem starfa hjá ríkinu en ekki hjá okkur hér á Hrafnistu. Við vonum þó sannarlega að búið verði að leysa málin hjá þeim áður en til verkfalla þarf að koma.

 

Góða og gleðilega helgi!

Pétur

 

Síða 304 af 330

Til baka takki