Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 22. maí 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Sumarið er tíminn!
Eftir óvenju harðan vetur er orðið ljóst að vorið er komið og sumarið er á næsta leiti. Einn af vorboðunum á Hrafnistu er sumarafleysingafólkið og ótvíræður sumarboði, eru öll nýju andiltin sem á sveimi þar sem sumarstarfsfólkið okkar er. Þetta árið erum við með vel rúmlega 100 manns í sumarafleysingu sem gerir okkur að einum stærsta vinnustað landsins sem ræður sumarafleysingafólk. Mér finnst sjálfum alltaf gaman af þessum árstíma þar sem ferskur blær fylgir öllu þessu nýja fólki og ýmsar nýjar hugmyndir kvikna. En á móti kemur að flest þurfum við hin að vera með aukaskammta af þolinmæði í farteskinu þessa tíma og langar mig hér með að minna okkur öll á að sýna okkar nýja fólk umburðarlyndi og þolinmæði með stór bros á vör.
 
Verkföll og staða kjarasamninga
Flestir kjarasamningar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) við stéttarfélögin runnu út 30. apríl en BHM félögin 28. febrúar s.l. Mikið er rætt um verkföll í þjóðfélaginu og einnig hjá þeim stéttarfélögum sem SFV er með kjarasamninga við. Eins og kunnugt er, er Hrafnista aðili að SFV og fara þau samtök með samningsumboð Hrafnistuheimilanna.
Það er hinsvegar svo að þau verkföll sem hafa verið boðuð, snúa almennt ekki að SFV. Þar með talið er yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga þannig að hjúkrunarfræðingar á Hrafnistuheimilunum eru ekki að fara í verkfall.
Viðræður milli þessara stéttarfélaga og SFV eru lítið komnar af stað en til þess að hægt sé að boða verkfall þurfa aðilar að gera árangurslausa tilraun til að ná samningum. Algengast er að stéttarfélögin hefji viðræður við ríkið og Samtök atvinnulífsins og SFV komi svo í kjölfarið. Sem sagt: ólíklegt er að verkföll verði hjá SFV (="Hrafnistu)" á næstunni en vonandi fer þessari verkfallshrinu í landinu að ljúka þannig að ekki komi til frekari verkfalla.
 
Starfsafmæli í maí
Nú í maí-mánuði fagna nokkrir starfsmenn Hrafnistu formlegu starfsafmæli. Þetta eru:
3 ára starfsafmæli: Sandra Karen Bjarnadóttir á Sólteig í Reykjavík og Steingerður Ágústa Gísladóttir í Kópavogi.
5 ára starfsafmæli: Jón Arnarsson smiður, Hrafnhildur Sigmarsdóttir á Lækjartorgi í Reykjavík og Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir og Hrafnhildur I Þórarinsdóttir, báðar í Kópavogi.
10 ára starfsafmæli: Halldóra Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur á Mánategi í Reykjavík.
Hjartanlega til hamingju með áfangann öll og kærar þakkir yfir trygg störf í þágu Hrafnistuheimilanna.
 
Nú er bara vera fljótur að sleikja sárinn eftir vonbrigði okkar Íslendinga í Júróvision í gærkvöldi og njóta Hvítasunnuhelgarinnar sem framundan er.
 
Góða helgi!
Pétur

Síða 296 af 309

Til baka takki