Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 29. maí 2015 - Gestaskrifari er Erla Ólafsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu í Kópavogi

Breytingar í Orkuþingi sjúkraþjálfun
Eflaust hefur ekki farið framhjá neinum hversu miklar breytingar hafa átt sér stað innan sjúkraþjálfunardeildar Hrafnistu í Kópavogi frá því í byrjun árs. Eftir miklar mannabreytingar tók ég við sem deildarstjóri sjúkraþjálfunar í apríl. Frá því í mars höfum við verið undirmannaðar í sjúkraþjálfuninni og púslað og planað til að láta hlutina ganga upp og reynt að skerða þjónustuna við heimilisfólk og dagdvöl sem minnst. Það hefur tekist einstaklega vel, en á þessum álagstíma hefur aðstoðarkona okkar Guðrún staðið sig einstaklega vel. 
 
Nýr sjúkraþjálfari
Í sumar bætist svo nýr sjúkraþjálfari í hópinn okkar, sem mun sinna hjúkrunarheimilinu með mér. Það eru æðislegar fréttir fyrir sjúkraþjálfunina og hjúkrunarheimilið gleðst eflaust ekki minna yfir því en við. Hún mun vera kynnt til leiks seinna í sumar svo ég held ykkur spenntum aðeins lengur.
 
Sumarið er framundan
Framundan hjá okkur í sumar er Kvennahlaup Hrafnistu í Kópavogi, sem við höfum haldið árlega við frábærar undirtektir. Öllum er velkomið að koma og vera með, hvort sem það eru starfsmenn, heimilismenn, dagdvalarfólk,  DAS klúbbsmeðlimir eða fólk í nágreninu. Þessi atburður hefur vakið mikla ánægju undanfarin ár þrátt fyrir mis gott veður en við höfum nú ekki látið það stoppa okkur og þátttakan bara aukist milli ára.
 
Púttið fer að rúlla í gang með grænkandi grasi og Kata íþróttafræðingur sér um að kenna mannskapnum réttu handtökin með kylfurnar. Ásamt því léttir hún lund fólks með því að kenna stólaleikfimi, boccia, pílu og sundleikfimi, með bros á vör eins og henni einni er lagið.
 
Haustið
Haustið leggst vel í okkur í Orkuþingi og við höfum fullt af skemmtilegum plönum og hugmyndum fyrir dagskrá haustsins og hlökkum til að koma inn eftir sumarfrí með eitthvað nýtt og ferskt og brjóta aðeins upp þetta gamla.
 
Með ósk um gott sumar og von að sólargeislarnir verði aðeins fleiri en fyrri ár J
 
 
Erla Ólafsdóttir
Deildarstjóri sjúkraþjálfunar
Hrafnistu Kópavogi

Síða 278 af 292

Til baka takki