Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 6. maí 2016 - Gestaskrifari er Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS

Old letter
Lesa meira...

Gleðilegt sumar

Glæsileg vinningskrá – meiri vinningslíkur

 

Sex, sex, sex og aftur sex.....

Þann 10. maí n.k. fer fram fyrsti útdráttur á nýju happdrættisári sem byrjar með sprengju.

26. maí verður fyrsti íbúðarvinningurinn að eigin vali dreginn út, 30 milljónir á tvöfaldan miða. Alls verða sex íbúðavinningar á vinningaskránni á 30 milljónir hver en þeir voru þrír í fyrra.

Að auki verða 6 aðalvinningar á 6 milljónir hver og 40 aðalvinningar á 4 milljónir hver á tvöfaldan miða. Hægt er að fá alla vinninga greidda út í peningum.

Alls verða tæpar 100 milljónir útdregnar í maí.

Heildarfjöldi vinninga á happdrættisárinu verða 51.516.

Alls verður dregið um rúman 1,1 milljarð króna eða 1.152.200.000 kr.

Miðaverð helst óbreytt.

Einfaldur miði kostar 1.500 kr. og tvöfaldur 3.000 kr. Hátt í 50% af hverjum seldum miða fer í vinninga. Aðeins eitt happdrætti er með hærri vinningshlutfall en það dregur einu sinni í mánuði á meðan Happdrætti DAS dregur vikulega.

Ágóðinn

Árangur síðustu ára hefur farið fram úr væntingum og er það vel. Það kemur sér vel fyrir eigendur Happdrættis DAS sem er Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins.

Fjármagnið hefur allt farið í viðhald og endurbætur á Hrafnistuheimilunum sem hefur þurft á andlitslyftingu enda fasteignir komnar til ára sinna og kröfur um híbýli fólks aðrar en voru fyrir 60 árum. Þannig njóta allir góðs, bæði íbúar og starfsfólk Hrafnistu, af þeim góða árangri sem Happdrætti DAS skilar til eigenda sinna.

Þannig njótum við öll góðs af sölu miða í Happdrætti DAS.

Auglýsingar

Nýlega voru teknar upp nýjar sjónvarpsauglýsingar. Ákveðið var að leita til íbúa Hrafnistu til að vera í auglýsingunum. Jónínu Jörgensdóttur var falið að finna „rétta“ fólkið og hafi hún mikla þökk fyrir það. Allt þetta fólk lagði sig fram um að koma skilaboðunum til skila og höfðu auk þess mikið gaman af. Frumsýning fór fram áður en auglýsingarnar fóru í loftið til að kanna viðbrögð þátttakenda og voru allir mjög sáttir við sitt framlag.

Auglýsingarnar hafa fengið mikla athygli enda er verið að leika sér að orðum sem fólk almennt sér ekki svo fullorðið fólk tala um dags daglega. En þetta sýnir líka að háfullorðið fólk hefur gaman af lífinu.

Stöndum saman og hvetjum fólk til að kaupa miða. Um leið og góðu málefni er lagt lið er von á góðum vinningum.

Fyrir hönd Happdrættis D.A.S. og starfsfólk þess óskum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjanesbæ gleðilegs sumars.

 

Sigurður Ágúst Sigurðsson,

forstjóri  Happdrættis D.A.S.

 

 

Síða 278 af 330

Til baka takki