Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 20. maí 2016 - Gestaskrifari er María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs

Old letter
Lesa meira...

Hvað á Hrafnista líkt með bakaranum í Hálsaskógi?

Ég vona að ég móðgi engan, en mér datt bara engin önnur saga í hug sem passaði svona líka vel við. Er maður einhvern tíma of gamall fyrir dýrin í Hálsaskógi? En eins og þið eflaust vitið þá er þessi saga um bakardreng sem bjó í Hálsaskógi og var í læri hjá bakara í sama skógi. Það tók á fyrir reynslulítinn bakaradreng að læra handtökin. En bakarinn í Hálsaskógi hafði þann háttinn á að í staðin fyrir að búa til uppskrift eða verklagsreglu þá bjó hann til lag um hvernig skyldi baka piparkökur, sem ég veit þið þekkið öll. Það má alveg deila um hvort hann hefði átt að nota lag eða uppskrift, en tilgangurinn með laginu var góður. Tilgangurinn var nefnilega sá að baka góðar piparkökur og jafnvel þær bestu þótt víða væri leitað! Ég er ekkert viss um að fyrstu kökurnar sem bakarinn bakaði hafi verið eitthvað sérstakar, en með reynslunni urðu þær betri og betri.

Á Hrafnistu höfum við haft þann háttinn á að gera verklagsreglur. Frá nefndum, fagráðum, umbótahópum og öðrum koma tillögur að verklagsreglum sem þjóna ákveðnum tilgangi, líkt og lag bakarans í Hálsaskógi. Það er að læra af reynslunni og stunda „best practice.“ Það þýðir að undir ákveðnum kringumstæðum eru til leiðbeiningar um hvernig skuli taka á málum í þeim tilgangi að fá sem bestu mögulega lausn. Starfsfólk Hrafnistu hefur lagt metnað sinn í að gera verklag í þeim tilvikum sem talið er að gæti nýst starfsmönnum. Tilgangurinn er að skila bestu úrlausn á hverjum tíma. Það má nefna sem dæmi að ef það hringir inn á Hrafnistu fréttamaður og ég svara símanum. Fréttamaður spyr um ákveðið mál sem er í gangi á Hrafnistu, hverju svara ég? Ég bið viðkomandi að hinkra, fletti upp í verklagsreglum Hrafnistu  til að athuga hvort það séu ekki einhverjar reglur til um þetta. Ég er mjög heppinn þar sem það er til verklagsregla um þetta, númer 1.03, því veit ég upp á hár hvernig ég á að bregðast við til að fá bestu mögulega úrlausn á þessu máli.

Þetta þýðir þó ekki að við eigum að leggja allar verklagsreglur á minnið! Þurfið aðeins að muna að ef þið lendið í aðstæðum sem þið vitið ekki hvernig skuli bregðast við, byrjið þá að kíkja í gæðahandbókina. Hún er til þess að samræma aðgerðir okkar og létta okkur lífið svo við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið og reka okkur á. Með því að fylgja verklagsreglum erum við að bregðast eins rétt við og mögulegt er miðað við áralanga reynslu starfsmanna Hrafnistu! Gæðahandbók Hrafnistu er lifandi plagg og síbreytileg með aukinni reynslu. Hún er verkfæri sem Hrafnista ætlast til að farið sé eftir, en að auki er hún fyrst og fremst til að létta ykkur lífið.

Af reynslu bakaradrengsins í Hálsaskógi held ég að við höldum okkur við verklagsreglur þar sem auðvelt er að fara út af laginu og setja alltof mikinn pipar í deigið. Hvað finnst ykkur?

Góða helgi!!

María Fjóla

Lesa meira...

Síða 276 af 330

Til baka takki