Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 27. maí - Pétur Magnússon forstjóri

Old letter
Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 27. maí 2016.

 

Ágæta samstarfsfólk,

Milljarði bætt í rekstur hjúkrunarheimila

Á dögunum fór fram langþráður fundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) með fjármála- og heilbrigðisráðherrum. Samþykkt var ályktun á félagsfundi SFV í janúar sl. um að fulltrúar SFV myndu óska eftir fundi með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra til að ræða bága fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila landsins. Eftir nokkra minni fundi og frestanir vegna breytinga á ríkisstjórn, tókst loks að halda formlegan fund með fjármála - og heilbrigðisráðherra. Á þeim fundi kom fram að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að styrkja daggjaldagrunninn fyrir árið 2016 um einn milljarð króna. Í okkar samhengi er einn milljarður ekki sérstaklega há upphæð, u.þ.b. 3-3,5% hækkun. Það er samt frábært að fá þessa hækkun en ennþá á eftir að útfæra hvernig hún skiptist milli hjúkrunarheimila og hvenær hún verður greidd út. Mjög góðar fréttir engu að síður.

 

Norrænir forkólfar eldri borgara heimsækja Nesvelli

Nýlega var haldinn sameiginlegur fundur stjórna landsambanda eldri borgara á Norðurlöndum. Fundurinn var haldinn í Reykjanesbæ og á dagskránni var meðal annars að heimsækja Hrafnistu á Nesvöllum. Hópurinn stoppaði í um klukkustund og hlustaði á kynningu á starfinu og hugmyndafræði Hrafnistu, auk þess að skoða húsakynnin. Mikil ánægja var með heimsóknina og móttökur okkar fólks. Gaman að þessu.

 

Utanhúss-framkvæmdir í Reykjavík

Nú eru hafnar aftur utanhússframkvæmdir við A og E-álmur Hrafnistu í Reykjavík. Þessar framkvæmdir eru ókláruð mál frá því í fyrrasumar en því miður náðist ekki að klára öll utanhúss verkefni þá. Megnið af því sem á eftir að gera er á A-álmu (málning og múrviðgerðir) og verða því verktakar í vinnupöllum og stigum utan á húsinu. Vonandi gengur þetta nú hratt og vel þannig að húsið skarti sýnu fegursta innan tíðar.

 

Starfsafmæli í maí!

Nú í maí eiga nokkrir, úr okkar frábæra starfsmannahópi, formleg starfsafmæli. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Lena Sóley Yngvadóttir á Bylgjuhrauni í Hafnarfirði. Í Reykjavík eru það Freyja Lára Alexandersdóttir á Miklatorgi, Hólmfríður Erna Kjartansdóttir á Sólteigi og Silja Ægisdóttir á Mánateigi.

5 ára starfsafmæli: Birta Hjartardóttir í Kópavogi, Thuy Thi Pham á Mánateigi í Reykjavík og Saara Annikki Guðmundsdóttir á Ölduhrauni í Hafnarfirði.

10 ára starfsafmæli: Bronius Varanius í eldhúsi og Saga Valsdóttir á Sólteigi.

15 ára starfsafmæli: Þóra Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Ölduhrauni í Hafnarfirði og Sigurður Helgason, forstöðulæknir Hrafnistuheimilanna.

Þessir aðilar fá afhendar viðeigandi gjafir frá Hrafnistu á næstu dögum. Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir ykkar framlag til Hrafnistuheimilanna!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Síða 275 af 330

Til baka takki