Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 2. september 2016 - Pétur Magnússon forstjóri

Old letter
Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 2. september 2016.

 

Ágæta samstarfsfólk,

Breytingar líklegar á stjórn Sjómannadagsráðs í vor

Sjómannadagasráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, heldur aðalfund sinn á vorin. Þar fer fram meðal annars kjör á stjórnarmönnum.

Nú ber svo við að í vor rennur út þriggja ára kjörtímabil formanns ráðsins, Guðmundar Hallvarðassonar.

Guðmundur hefur nú gefið það út að hann sækist ekki eftir endurkjöri í stól formanns og því er að vænta breytinga í stjórn Sjómannadagsráðs.

Það verður auðvitað mikil eftirsjá ef Guðmundur hverfur úr stóli formanns en hann hefur verið formaður Sjómannadagsráðs um árabil og verið skeleggur og skemmtilegur hluti af starfsemi ráðsins og dótturfyrirtækja þess, meðal annars hér á Hrafnistu.

 

Apar í Örfirisey

Um síðustu helgi birtist mjög skemmtileg grein í Fréttablaðinu sem ber nafnið Apar í Örfirisey. Þar rekur sagnfræðingurinn Stefán Pálsson í stuttu mál sögu Örfiriseyjar, sem eftir landfyllingar á síðustu öld, er orðin merkilegur hluti af Reykjavík. Hrafnista skipar skemmtilegan sess í sögu eyjarinnar því Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, óskaði eftir því við bæjarstjórn Reykjavíkur að fá Örfirisey til umráða sumarið 1947 til að setja upp dýrasýningu. Tilgangurinn var að afla fjár til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna. Leyfi fékkst fyrir dýrasýningunni og var mikið lagt í að setja upp aðstöðu, meðal annars voru steypt búr sem áttu að rúma seli, sæljón og ísbirni. Aðaldýr sýningarinnar voru 10 apakettir en dýrasafn sýningarinnar náði því miður aldrei því dýraúrvali sem vonir stóðu til um. Sjómannadagsráð var stórhuga og gerði áætlanir um að setja upp alvöru dýra- og skemmtigarð í eyjunni, meðal annars með ljónum og tígrisdýrum, en úr því varð ekki þar sem mjög torsótt reyndist að fá leyfi til innflutnings frekari dýra og sýningarhaldsins. Frekari áform um dýrasýningar í Örfirisey til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna urðu því aldrei að veruleika.

Þessa forvitnilegu grein Stefáns má finnna hér:

http://www.visir.is/apar-i-orfirisey/article/2016160829078

 

Starfsafmæli í júlí

Venju samkvæmt greini ég hér frá þeim starfsmönnum Hrafnistu sem fagna formlegum starfsafmælum hjá okkur. Fá þau afhenta viðeigandi gjöf frá Hrafnistu þegar áfanganum er náð. Í júlí eru þetta eftirfarandi starfsmenn:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Heiðrún Elsa Harðardóttir og Inga Lóa Ragnardóttir á Lækjartorgi og Sigurrós Svavarsdóttir á Miklatorgi. Sara Líf Snorradóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði.

5 ára starfsafmæli: Röskva Vigfúsdóttir á Miklatorgi í Reykjavík

10 ára starfsafmæli: Rodelio Servano Manalo á Viðey og Gerður Sveinsdóttir á Vitatorgi, bæði í Reykjavík. Í Hafnarfirði eru það Anna Marín Kristjánsdóttir og Ólína Bjarnadóttir báðar á Ölduhrauni.

15 ára starfsafmæli: Lena Sædís Kristinsdóttir í sjúkraþjálfun í Hafnarfirði.

Hjartanlega til hamingju öll og bestu þakkir fyrir góð störf og tryggðina við Hrafnistu.

 

Starfsafmæli í ágúst

Hér á heimasíðunni á einnig eftir að geta þeirra sem áttu formleg starfsafmæli í ágústmánuði en það eru:

3 ára starfsafmæli: Í Hafnarfirði eru það Boryana Velikova, Barbara Dorota Maj og Vaida Visockaité, báðar í ræstingu, Guðrún Júlíusdóttir í sjúkraþjálfun, Anita Estiva Harðardóttir á Báruhrauni og Anna Guðmundsdóttir á Ölduhrauni. Einnig Eva Snæbjarnardóttir í Kópavogi, Eiríkur Erlingsson á Miklatorgi og Sara Steinunnardóttir á Sólteigi, bæði í Reykjavík.

5 ára starfsafmæli: Magnea Sigurlaug Jónsdóttir á Mánateig í Reykjavík.

10 ára starfsafmæli: Jóhann Ágúst Magnússon og María Einarsdóttir, bæði á Sólteigi í Reykjavík.

15 ára starfsafmæli: Jennifer P. Lucanas á Lækjartorgi í Reykjavík.

Kærar þakkir fyrir glæst störf í þágu Hrafnistu og til hamingju með áfangann!

 

Góða helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

Síða 267 af 330

Til baka takki