Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 23. desember 2016 - Pétur Magnússon, forstjóri

Lesa meira...

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 23. desember 2016.

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vona að þið eigið öll ánægjulegar stundir um hátíðarnar í faðmi fjölskyldu og vina.

Jafnframt þakka ég ykkur og ykkar fólki kærlega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða og hlakka mikið til að takast á við árið 2017 með ykkur – þar sem verkefnið verður að gera mjög góða Hrafnistu ennþá betri!

Það eru forréttindi að fá að vinna með öllu því góða fólki sem starfar á Hrafnistu og gerir starfsemina okkar jafn glæsilega og raun ber vitni. Án góðs fólks væri Hrafnista ansi fátækleg.

Eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri hér í vinnunni er að fara í árlega jólaheimsókn nú fyrir jólin, en þetta er siður sem ég tók upp árið 2009. Þá set ég hefðbundna vinnu til hliðar í 2-3 daga og reyni að heimsækja allar deildir og einingar allra Hrafnistheimilanna með jólakrakka mér við hlið sem syngja og spila jólalög fyrir starfsfólk, íbúa og aðra gesti og smá jólanammi fylgir með.

 

Gleðilega hátíð!

Bestu kveðjur,

Pétur

 

Síða 251 af 330

Til baka takki