Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 6. nóvember - Pétur Magnússon forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 6. nóvember 2015.

 

Jólagjöf Hrafnistu til starfsfólks

Þar sem nú eru aðeins 48 dagar til jóla (!!!) vildi ég upplýsa ykkur að að jólagjöf Hrafnistu til starfsfólks verður með sama hætti á síðustu ár. Allir starfsmenn fá konfekt en að auki fá þeir sem eru í 30% starfi eða meira gjafabréf. Gjafabréfið hækkar nú úr 5.000 kr í 7.500 og vona ég að þessi breyting mælist vel fyrir og nýtist starfsfólki vel.

Afhending verður með sama sniði og síðustu ár og verður kynnt nánar þegar nær dregur.

 

Minningarsjóður Jennýjar Lilju

Eins og mörg ykkar vita, missti samstarfsfélagi okkar, Rebekka deildarstjóri í Kópavogi, unga dóttir sína, Jenný Lilju, í hörmulegu slysi fyrir tæpum tveimur vikum. Í síðustu viku héldum við fallegar og vel sóttar minningarathafnir fyrir starfsfólk í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Mig langaði að benda ykkur á að foreldrarnir hafa stofnað minningarsjóð til minningar um yndislegu stúlkuna þeirra, en nokkuð hefur verið um fyrirspurnir um málið frá starfsfólki Hrafnistu.

Þeir sem vilja minnast Jennýjar Lilju er bent á þennan reikning:

0101-15-381975

kt: 210383-3879

 

Áhugaverð heimasíða – heilsuhegdun.is

Embætti landlæknis opnaði nýlega fovitnilega vefsíðu sem hugsuð er til að styðja þá sem vilja draga úr eða hætta áfengis- eða tóbaksneyslu, auka hreyfingu, bæta mataræði eða vinna gegn streitu. Nýji vefurinn, heilsuhegdun.is, verður tengdur smáforriti sem auðveldar notkun þjónustunnar sem er gagnvirk. Markmiðið með vefnum er að draga úr kostnaði ríkisins vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og vekja almenning til vitundar um heilbrigt líferni og bætta líðan.

Forvitnilegt að kíkja á þetta.

 

Hrafnistu-bréfið að koma út!

Í dag berst okkur í hús nýtt eintak að Hrafnistubréfinu. Eins og þið sjálfsagt munið kemur það út tvisvar á ári í um tvö þúsund eintökum. Auk þess að vera dreift til heimilismanna Hrafnistuheimilanna fer það um víðan völl. Blaðið verður með hefðbundnu sniði og bið ég ykkur að dreifa því fljótt og vel til heimilisfólks þegar það berst inn á deildir til ykkar. Sjálfsagt er líka að leyfa því að liggja frammi í öllum setustofum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Ef ykkur vantar aukaeintök er ykkur velkomið að snúa ykkur til Huldu S. Helgadóttur.

 

 

Góða helgi!

Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur