Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 25. september 2015 - Gestaskrifari er Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík

Við fengum til okkar í heimsókn  á Hrafnistu í Reykjavík áhugaverðan gest um daginn. Dr. Allen Power var hér á  landi í vikunni  til að halda fyrirlestra um heilabilun. Fyrirlesturinn hét Heilabilun  – meira en sjúkdómur og lyfjameðferð. Þar fjallaði hann um aðferðir sem hann hefur  þróað út frá hugmyndafræði  persónumiðaðrar umönnunar og þjónustu. Hann hefur þróað ákveðnar aðferðir sem stuðla að persónu- og tengslamiðaðri meðferð. Hann vill endurskilgreina heilabilun sem  breytingu á því hvernig einstaklingur upplifir veröldina í kringum sig.  Helsta markmið aðferða hans er vellíðan einstaklingsins og hvernig við stuðlum að því á öllum sviðum og á forsendum þess sem þiggur þjónustuna.  Dr. Allen hefur skrifað tvær verðlaunabækur um heilabilun; Dementia beyond drugs og Dementia beyond disease.  

Dr. Allen fékk kynningu á  Hrafnistu og skoðunarferð um húsið. Hann var mjög áhugasamur og einstaklega skemmtilegur og fræðandi. Eldhugi á þessu sviði með mikla reynslu. Hann starfar á stóru hjúkrunarheimili í Rochester NY og heldur fyrirlestra út um allan heim.

Mjög margt hefur áunnist á þessu sviði á undanförnum árum, við þurfum ekki að fara svo langt aftur í tímann til að sjá það. En það má alltaf gera betur, laga og bæta. Það er ávallt uppörvandi  að hitta og spjalla við fólk sem er með nýjar hugmyndir og ljáir málum aðra sýn. Eða eins og hann orðar það „ í stað þess að hugsa út fyrir kassann, hentu kassanum“

Fyrir þá sem hafa áhuga og kynna sér aðferðir hans betur þá set ég hér með „link“  á fyrirlestur sem hann hélt um þetta efni  2014.                                                                                                  

 

 

www.youtube.com/watch?v=e51UzWBpGR0

Góða helgi :-)

Sigrún Stefánsdóttir

Forstöðumaður

Hrafnistu í Reykjavík

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur