Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 14. apríl 2023 - Gestahöfundur er Bjarney Sigurðardóttir, sérfræðingur á heilbrigðissviði

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2022_molar-Bjarney-14.04.2023.jpeg

Vorið er komið, er það ekki? Svo kemur sumarið með sól og hita (ég er alla vega búin að ákveða það). Það eru tækifæri í vorinu og sumrinu, hægt að láta sig hlakka til sumarfrísins, nýir starfsmenn koma í sumarafleysingar og andinn verður „sumarlegri“ í vinnunni. Bjartari dagar gera það að verkum ég verð bjartsýnni, hlakka meira til og brosi meira.

Fór einmitt í þessu samhengi að hugsa um brosið, hvað það skiptir miklu máli. Vann einu sinni við símsvörun og þá var lögð mikil áhersla á að svara alltaf brosandi í símann. Fannst það hljóma fáránlega í fyrstu, en það er nefnilega þannig að röddin hljómar öðruvísi þegar talað er brosandi í símann og það hefur jákvæðari áhrif á þann sem maður talar við. Yfirleitt ganga líka öll samskipti betur ef maður brosir.

Lífið er nú einu sinni þannig að mann langar ekki alltaf til að brosa, en það skiptir samt gríðarlegu máli fyrir mann sjálfan. Rannsóknir hafa sýnt að þvingað  bros hefur betri áhrif á sálina en ekkert bros.

Ég minni mig reglulega á eftirfarandi tilvitnun, hvort sem lífið er gott þá stundina eða ekki, og hvet ykkur til að minna ykkur á hana líka:

„Láttu bros þitt breyta heiminum. Ekki láta heiminn breyta brosi þínu“.

 

Bjarney Sigurðardóttir,

Sýkingavarnarstjóri, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á heilbrigðissviði.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur