Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 17. mars 2023 - Gestahöfundur er Hjörtur Hjartarson, mannauðsráðgjafi

Mikilvægi mannauðsmælinga

Hvernig gerum við Hrafnistu að enn betri vinnustað?

Þetta er spurning sem allir starfsmenn Hrafnistu ættu að spyrja sig. Öll höfum við tól og tækifæri til að bæta vinnuumhverfi okkar og þar með eigin líðan sem og annarra í kringum okkur. Það er ágæt regla að temja sér að hugsa að morgni, hvernig get ég haft jákvæð áhrif á líðan þeirra sem á vegi mínum verða í dag? Oft þarf ósköp lítið til; bjóða góðan dag með brosi á vör, hrósa, bjóða fram aðstoð eða leiðbeina, listinn er svo til ótæmandi. Og hugsanlega það besta við að gefa af sér er að maður fær það alltaf margfalt til baka.

Einn af fjölmörgum styrkleikum Hrafnistu er sá að allt starfsfólk hefur eitt og sama markmiðið; að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum framúrskarandi þjónustu. Það takmark er líklegra til að nást þegar fólki líður vel í vinnunni.

Margar vörður eru á þeirri leið og margar áskoranir sem þarf að takast á við. Þegar hlutirnir ganga ekki eins og best verður á kosið er fyrsta, og í raun mikilvægasta skrefið, að greina hvar úrbóta er þörf. Þar koma mannauðsmælingar til sögunnar. Vandann verður að greina og í kjölfarið ákveða til hvaða aðgerða skal grípa.

Í næstu viku verður send út starfsánægjukönnun til alls starfsfólks Hrafnistu. Þar gefst starfsfólki kostur á að koma á framfæri sínum skoðunum, áhyggjum, vangaveltum og tillögum að hvar og hvernig er hægt að gera betur. Það er varla hægt að leggja of mikla áherslu á hversu mikilvægt það er að sem flestir gefi sér tíma til að svara könnuninni. Það tekur ekki nema 1-2 mínútur að svara könnuninni og hægt er að velja um að hafa spurningarnar á íslensku, ensku og pólsku. Spurt er um þætti sem hafa áhrif á vellíðan fólks í vinnu og einnig er gefinn kostur á að veita skriflega endurgjöf. Svörunin er að fullu nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstaka starfsfólks. Að mælingu lokinni eru niðurstöðurnar kynntar fyrir starfsfólki, brugðist er við þeim athugasemdum sem upp koma og eftir atvikum greint frá hver næstu skref eru á leið okkar að enn betri vinnustað.

Þín rödd er mikilvæg og þarf að heyrast!

Með kærri kveðju,

Hjörtur Hjartarson, mannauðsráðgjafi.

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur