Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 26. ágúst 2022 - Gestahöfundur er Þóra Geirsdóttir, verkefnastjóri heilbrigðissviðs

 

Nú er haustið framundan með allri sinni litadýrð. Það er fátt rómantískara en þegar dagarnir styttast og tré og runnar breyta um lit. Gulur, rauður og grænn, þetta er eitthvað sem íbúar heitari landa fá ekki að upplifa. Þetta er líka sá tími sem flestir starfsmenn eru komnir aftur til starfa eftir sumarfrí og vonandi endurnærðir.

Þegar sumarfríin eru búin fer innra starf deilda í sitt fyrra horf og iðju- og sjúkraþjálfun eykst. Samstarfsfólk, íbúar og aðstandendur gleðjast yfir að sjá aftur kunnuleg andlit. Þetta er góður tími þó það hafi líka verið gaman að kynnast því flotta fólki sem var hjá okkur í sumarafleysingum.

Íbúar Hrafnistuheimilanna eru okkar skjólstæðingar en þeir eiga líka aðstandendur og hluti af okkar starfi eru samskipti við þá. Aðstandendur eru okkar gæðastjórar. Þeir láta okkur vita ef eitthvað er ekki eins og það ætti að vera og fyrir það erum við þakklát. Við tölum ekki um erfiða aðstandendur heldur ósátta aðstandendur, skoðum hver ástæðan er og förum í úrbætur ef þörf er á.

Það fylgja því oft á tíðum blendnar tilfinningar hjá aðstandendum þegar ástvinur þeirra flytur inn á hjúkrunarheimili. Gleði, sorg og jafnvel samviskubit, yfir því að geta ekki lengur sinnt viðkomandi heima, eru tilfinningar sem geta komið upp í slíkum aðstæðum. Einstaka sinnum upplifum við reiði hjá aðstandendum en reiðin getur verið partur af sorgarferli. Við mætum henni því af skilningi, hlustum og bregðumst á jákvæðan hátt við þeim ábendingum sem við fáum.

Við viljum ávallt leitast við að vera flott og fagleg. Við erum Hrafnista!

Þóra Geirsdóttir

Verkefnastjóri Heilbrigðissviðs

RAI-stjóri Hrafnistu

 

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur