Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 18. mars 2022 - Gestahöfundur er Kristrún Benediktsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Boðaþingi

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_Fstudagsmolar-mynd_kristrn-18-mars.jpeg

 

Er glasið hálftómt eða hálffullt?

Ég sem stjórnandi þekki ekkert annað en að starfa við þær skrítnu og krefjandi aðstæður sem Covid hefur hent í okkur. Og ég ætla ekki einu sinni að reyna að neita því að það hefur svo sannarlega oft verið áskorun að henda í sparibrosið þegar mann langar mest til að leggjast hreinlega í gólfið og skæla...

En það er í alvöru þannig að maður getur ákveðið með hvaða hugarfari maður ætlar að takast á við þau verkefni sem þarf að leysa. 

Það að kjósa að takast á við áskoranir með pínu „Pollýönnu“ viðhorfi er alls ekki það sama og að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og ekkert sé. Það eins og önnur hegðun smitar út frá sér og við vitum öll hvað hegðun og skap samstarfsmanna okkar getur haft mikil áhrif á okkur, og getum því gefið okkur að okkar hegðun hefur líka áhrif á þá sem við störfum náið með. Við þekkjum það örugglega öll að mæta til vinnu hress og kát og til í vinnudaginn þar sem „Skúli fúli“ tekur á móti okkur og eins hendi sé veifað verðum við minna peppuð í daginn.

Akkúrat þess vegna finnst mér það vera skylda mín sem samstarfsmanns að skilja Skúla fúla bara eftir út í bíl og gefa Pollýönnu meira pláss.

Það að kjósa að horfa á það jákvæða og byggja ofan á það hefur auðveldað mér svo um munar að takast á við og vinna með vandamálin. Hugurinn nefnilega, eins flókið fyrirbæri og hann er, er líka á vissan hátt mjög einfaldur og við getum dregið okkur sjálf niður alveg jafn auðveldlega og við getum híft okkur upp.

Þegar upp er staðið þá er það algjörlega undir okkur sjálfum komið hvort við kjósum að sjá glasið hálffullt eða hálftómt. 

 

Kristrún Benediktsdóttir,

hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Boðaþingi

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur