Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 11. febrúar 2022 - Gestahöfundur er Auður Böðvarsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum

 

Tíminn flýgur áfram og hann teymir okkur á eftir sér

Ég hef starfað á Hrafnistu í bráðum tvö ár og hefur sá tími einkennst af óvenjulegu árferði. Á þessum tíma hef ég fundið fyrir hversu stórt Hrafnistuhjartað er og hef upplifað ríka samstöðu meðal starfsfólks á þessum kerfjandi tímum. Hér leggja allir sig fram og hjálpast að til þess að verkefnin gangi eftir. Það fyllir mann gleði að sjá samstöðuna í starfsmannahópnum á viðburðum eins og Lífshlaupinu, þorrablótum á heimilum og síðast en ekki síst á öllum búningadögunum.

Þar sem ég vinn að fræðslumálum hjá Hrafnistu er viðeigandi að stikla á stóru í fræðsluverkefnunum. Síðastliðin tvö ár höfum við lagt okkur fram við að takast á við fræðslumálin í nýju umhverfi með jákvæðu hugarfari og skapandi hugsun. Rafræn fræðsla hefur fengið byr undir báða vængi og er nú mikilvægt tól sem Hrafnista nýtir sér til þess að ná sem best til starfsfólks. Nýliðafræðslan er nú rafræn og getur starfsmaður fengið fræðslu á sínum fyrstu dögum í starfi sem áður var haldin tvisvar á ári í sal. Starfsfólk á hjúkrunardeildum fær aðlögunarvaktir en að þeim loknum á fólk bæði að hafa lokið rafrænni nýliðafræðslu og aðlögun í starfinu. Skrifað er undir yfirlýsingu með deildarstjóra um að grunnþjálfun sé lokið. Það að tryggð sé ákveðin grunnþjálfun þegar fólk hefur störf á að veita starfsfólki öryggi í starfi og tryggja ákveðin gæði í okkar þjónustu.

Í október í fyrra var haldin öryggisvika á Hrafnistu í fyrsta skipti. Vikunni var skipt upp í nokkur þemu og fræðslan eftir þeim. Þetta gekk einstaklega vel og markmiðinu náð sem var að vekja athygli á öryggisfræðslu og verklagi með skemmtilegum og margvíslegum hætti. Ég hlakka mikið til að tækla næstu öryggisviku með ykkur.

Ég hef tekið upp á því að gefa út fréttabréfið Fræðslufréttir sem er rafrænn bæklingur ogkemur út tvisvar á ári á Workplace, nú þegar hafa verið gefin út tvö tölublöð. Tilgangur Fræðslufrétta er að fara yfir liðna fræðsluviðburði og varpa ljósi á það sem er nýtt í fræðslumálum hér á Hrafnistu. Í síðustu fræðslufréttum var talað um að í vetur yrði sérstök áhersla lögð á að styrkja og efla stjórnendur. Liður í því var opnun á sérstöku fræðslusvæði í Hrafnistuskólanum fyrir stjórnendur. Búið er að setja upp fræðsluáætlun fram á vor þar sem fyrirlestrar eru settir inn mánaðarlega. Í mars verður síðan opnað fræðslusvæði í Hrafnistuskólanum fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar- og læknanema.

Vaktstjóraskólinn er ný fræðsla sem fór af stað í fyrra fyrir þá sem eru næturvaktstjórar á hjúkrunardeildum. Vaktstjóri á næturvakt ber ábyrgð á vaktinni með bakvakt hjúkrunarfræðings, hefur yfirsýn með umönnun íbúa, er leiðtogi á vaktinni og ber ábyrgð á forgangsröðun verkefna og vinnufyrirkomulagi vaktarinnar.

Að lokum verð ég að nefna nýtt verkefni sem heitir Viðbrögð við ofbeldi. Helstu markmið verkefnisins eruuppbygging verkferla og hugmyndafræði um viðbrögð við ofbeldi gagnvart starfsfólki Hrafnistu. Valdir voru leiðbeinendur á hverju heimili sem hafa það hlutverk að vera ráðgefandi í viðbrögðum við ofbeldi og hvernig hægt sé að fyrirbyggja truflandi hegðun íbúa s.s. árásagjarna hegðun, óróleika og eirðarleysi. Leiðbeinendur fá sérstaka þjálfun til að efla þau í hlutverki sínu og er þeim síðan ætlað að halda mánaðarlega verklega kennslu um hvernig hægt sé að losa sig úr aðstæðum þar sem íbúi er reiður og spenntur. Settur var saman stýrihópur fyrir verkefnið sem í sitja verkefnastjórar á heilbrigðissviði auk mín. Verkefnið er í stöðugri þróun enda umfangsmikið og nýtt.

Þessi upptalning hér að ofan gefur einhverja mynd af því fjölbreytta fræðslustarfi sem fram fer á Hrafnistu en ekki er um tæmandi lista yfir nýjungar að ræða. Það er mikilvægt fyrir mig að vera vakandi fyrir fræðsluþörf starfsfólks Hrafnistu og langar mig að nota tækifærið og biðja ykkur að senda mér línu ef þið viljið koma einhverju á framfæri sem viðkemur fræðslu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Ég læt þetta duga í bili en vil jafnframt undirstrika að það erum við starfsfólkið sem sköpum fræðslumenningu á vinnustaðnum og að stjórnendur gegna lykilhlutverki í því að hvetja starfsfólk til þess að nýta þá fræðslu sem er í boði. En það er einnig ábyrgð starfsfólks að sækja sér viðeigandi fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu, þroska og hæfni til þess að ná árangri í starfi.

 

Auður Böðvarsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á mannauðsdeild Hrafnistuheimilanna.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur