Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Föstudagsmolar 15. október 2021 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

Kæru samstarfsfélagar,

 

Öryggisvikan á Hrafnistu

Þessa vikuna, dagana 11. – 15. október, hefur farið fram svokölluð Öryggisvika hér á Hrafnistu. Á hverjum degi hefur verið lögð áhersla á ákveðin málefni með tilheyrandi fræðslu og fyrirlestrum. Eins og við vitum öll þá skiptir ÖRYGGI okkur sjálf, íbúa og aðstandendur mjög miklu máli. Við erum alla daga að reyna að draga úr líkum á því að við verðum öðrum eða sjálfum okkur fyrir skaða, hvort sem er líkamlega, andlega eða félagslega. Við viljum öll vera eins örugg og tryggja öryggi eins og við mögulega getum.

Til þess að tryggja öryggi þá vinnur hópur fólks innan Hrafnistu að því að búa til fræðslu, leiðbeiningar og verklag fyrir ykkur. Það eina sem þau geta ekki gert er að fræðast fyrir ykkur. Þar komið þið sterk inn. Það er í ykkar höndum, og aðeins í ykkar höndum, að nýta ykkur þessa fræðslu hvort sem hún er í formi myndbanda eða lesturs til að tryggja öryggi ykkar sjálfra og ykkar skjólstæðinga. Þið eruð lykillinn að því að við getum veitt framúrskarandi þjónustu. Það er ekki slæmt að vinna og fá þjónustu hjá slíku fyrirtæki.

Svo er alltaf hressandi að kitla aðeins keppnisandann og reyna að hreppa vinning fyrir að standa okkur sérstaklega vel við að tileinka okkur mikilvæga fræðslu á Öryggisvikunni og muna svo að klappa ykkur sjálfum á bakið fyrir ?

 

Bleiki dagurinn föstudaginn 15. október 2021

Við hjá Hrafnistu skiljum mikilvægi þess að þjappa okkur saman sem hópur því þannig náum við árangri. Að mínu mati erum við einnig mjög samfélagslega meðvituð, samanber Hrafnistuheimilin sem þessa dagana skrýðast bleiku í tilefni af árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við hér á Hrafnistu höfum ávallt gert mikið út bleika deginum og að sjálfsögðu höldum við daginn hátíðlegan og er starfsfólk hvatt  til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo þær konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Hvað þýðir bleiki liturinn? Samkvæmt hugarfrelsi.is þá hafa allir litir merkingu og táknar bleiki liturinn umhyggju. Hann eflir jafnframt hamingju og ýtir undir kærleiksrík sambönd. Svo eruð þið einstaklega falleg í bleiku.

Starfsafmæli

Með hverju ári í starfi skapast verðmæt þekking sem er dýrmæt fyrir okkur á Hrafnistu. Sú þekking skilar sér beint til þeirra sem þiggja þjónustu hjá okkur. Eins og áður er það vel við hæfi að enda föstudagsmolana með að telja upp þá sem eiga starfsafmæli, en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það.

Starfsafmæli í október eiga:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Ralph Adrian Orpiada Corcuera á Vitatorgi, Julia Piaskowska á Sól-/Mánateig og Kristján Björgvinsson fjármálastjóri. Í Hraunvangi er það  Eva Dís Gunnarsdóttir á Báruhrauni. Hildur Jónsdóttir í borðsal og Hanna Lára Gylfadóttir. Á Ísafold er það Dagrún Líf Valgeirsdóttir. Á Sléttuvegi eru það Sandra Ósk Eggertsdóttir og Ragnar Ingi Axelsson.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Wanvisa Susee á Lækjartorgi, Aníta Lan Tam Huynh í borðsal og Lauren Natale á Miklatorgi - Engey. Í Hraunvangi eru það Hrönn Öndunardóttir á Ölduhrauni, Inga Rós Gísladóttir Johnsen á Sjávar-/Ægishrauni, Geirlaug Dröfn Oddsdóttir í iðjuþjálfun, Hafdís Erla Gunnarsdóttir og Steina Borghildur Níelsdóttir báðar á Báruhrauni.

10 ára starfsafmæli: Í Boðaþingi er það Agnieszka Marta Tomaszewska.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Rita Varanaviciene í ræstingu og í Hraunvangi er það Helga Halldórsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni.

20 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi er það Nilanka I. Dewage í ræstingu.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur