Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 7. maí 2021 - Gestahöfundur er Sara Pálmadóttir, deildarstjóri iðju- og sjúkraþjálfunar Hrafnistu Ísafold í Garðabæ

Hjólað í vinnuna:

Átakið „Hjólað í vinnuna“ er nú nýhafið en það er kílómetra-keppni á milli vinnustaða þar sem hver starfsmaður skráir þá vegalengd sem hann fer til og frá vinnu. Við á Hrafnistu látum okkur ekki vanta og tökum að sjálfsögðu þátt eins og undanfarin ár en í fyrra lentum við í öðru sæti af þeim vinnustöðum sem eru með 800 starfsmenn eða fleiri. Eins og staðan er í dag þá erum við í þriðja sæti enn sem komið er en stefnum að sjálfsögðu á sigur. Hrafnista er samtals með 15 lið frá átta heimilum sem vinna öll saman að því að safna kílómetrum.

Reglurnar eru einfaldar en þær eru að fólk komi sér til og frá vinnu með virkum hætti, þ.e. hjólandi, gangandi, hlaupandi, á línuskautum eða á hjólabretti. Aðalatriðið er að leggja bílnum og hreyfa sig! Það er í eðli okkar að vera virk og á hreyfingu. Því er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtileg því það eykur líkurnar á að maður nái að rífa sig af stað og einnig að maður haldi svo áfram. Líkamsrækt þarf ekki alltaf að fara fram inn í lokuðum speglasölum og fela í sér samninga um mánaðarlegar greiðslur.Það þarf t.d. ekki að kosta neitt að stunda útivist, fara út í göngu eða að hjóla og njóta um leið náttúrunnar. Með því að stunda líkamsrækt úti við erum við um leið að örva skynfærin okkar. Finna fyrir vindinum, kuldanum eða hitanum frá sólinni. Það er gott fyrir taugakerfið okkar að skynja og fá vindinn í andlitið og ekki verra ef það er rigning líka!

Núna erum við öll orðin sérfræðingar í að aðlaga verkefnin okkar að breyttum sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni. Það velta örugglega einhverjir fyrir sér: Hvernig get ég tekið þátt ef ég er í heimavinnu? Það ætti ekki að vera hindrun því þá er lagt upp með að fólk byrji eða endi daginn á því að hjóla eða ganga þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni til og frá vinnu og skrái það í kerfið.

Hægt er að skrá sig með því að fara á vefslóðina www.hjoladivinnuna.is og hvet ég alla þá sem vettlingi geta valdið að taka þátt og þá sérstaklega starfsmenn Hrafnistu....því við ætlum að vinna í ár!

Góða helgi!

Sara Pálmadóttir,

Deildarstjóri iðju- og sjúkraþjálfunar Hrafnistu Ísafold í Garðabæ.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á síðasta ári í átakinu „Hjólað í vinnuna“ þegar hópur starfsmanna innan Hrafnistu tók sig saman og hjólaði á milli allra Hrafnistuheimilanna átta sem staðsett eru í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Leiðin var um 75 km löng.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur