Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 15. janúar 2021 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA
Föstudaginn 15. janúar 2021.

 

Kæru samstarfsfélagar,

 

Árið 2021 er hafið og leggst það vel í mig. Vonandi eruð þið að upplifa það eins. Bóluefnið er farið að streyma hægt og rólega til landsins og við sjáum til lands í þessari vegferð okkar. Áfram er mikilvægt að við gætum vel að okkur í sóttvörnum því án ykkar myndum við lenda í vandræðum með að sinna þörfum okkar kæru íbúa. Því er mikilvægt að við slökum hvergi á í þeim efnum því við ætlum að halda þetta út saman ❤

Betri vinnutími

Um áramótin síðustu gengu breytingar í gegn hjá dagvinnufólki um styttingu vinnuvikunnar líkt og kjarasamningar segja til um. Það hefur varla farið framhjá ykkur sem eruð í vaktavinnu að undirbúningur er hafinn að breyta skipulagi á vinnutíma hjá þeim hópi líka. En í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna.

Í þessu felst að breytingar verða gerðar á vinnufyrirkomulagi og launamyndunarkerfi í vaktavinnu til að bæta starfsumhverfi starfsfólks og stjórnenda og mæta þannig ákalli um betra skipulag vinnutíma.

Markmið kerfisbreytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Breytingunum er einnig ætlað að auka stöðugleika í mönnun, draga úr yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.

Breytingarnar ganga í gegn hjá okkar hópi sem er í vaktavinnu þann 1. maí 2021.

Ég hvet ykkur sem tilheyrið hópi í vaktavinnu að fara inn á heimasíðuna https://betrivinnutimi.is/og inn á Workplace síðuna okkar á Hrafnistu sem ber heitið Betri vinnutími í vaktavinnu og kynnið ykkur um hvað málið snýst. Nú þegar eru umbótasamtöl hafin eða að hefjast á heimilum Hrafnistu og mikilvægt að þið svarið „forminu“ sem ykkur hefur verið sent eða eigið eftir að fá sent.

Það er mjög mikilvægt að þið takið þátt í breytingum því þær breytingar hafa bein áhrif á ykkur sjálf.

Starfsafmæli í janúar

Það er vel til hæfi að enda fyrstu föstudagsmola ársins 2021 með því að telja upp starfsafmæli í janúar en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það.

Þeir starfsmenn sem eiga starfsafmæli í janúar eru:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Elsa Nore, Brynhildur Hall og Lilja Dögg Tryggvadóttir allar á Lækjartorgi. Dýrleif Arna Ómarsdóttir og Maríanna Hansen deildarstjóri, báðar á Sól- og Mánateig. Í Hraunvangi eru það Dórothea Ruth Hilmarsdóttir, Bjarnhildur M. Sigurðardóttir og Sigurður Ýmir Sigurjónsson öll á Báruhrauni. Lena Hulda Felizitas Fleckinger, Svandís Hekla Guðmundsdóttir og Barbara Ploszaj allar á Bylgjuhrauni. Pablo Robles Rodriguez í ræstingu, Berglind Rós Bergsdóttir og Halldóra Snorradóttir báðar á Sjávar- og Ægishrauni ásamt Ósk Maríudóttir Nielsen á Ölduhrauni. Í Boðaþingi eru það María Skúladóttir í dagdvöl, Guðrún Björg Einarsdóttir og Ester Gunnsteinsdóttir í sjúkraþjálfun. Í Reykjanesbæ eru það Arna Vignisdóttir á Nesvöllum og Kristín Harpa Andersdóttir á Hlévangi. Á Sléttuvegi eru það Eydís Sara Óskarsdóttir, Susana Cristina S. Costa Paixao og Martha Guðrún Guðmundsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Them Van Pham á Sól- og Mánateig. Í Reykjanesbæ er það Karolina Agnieszka Ranoszek á Nesvöllum. Ásta Birgisdóttir og Árdís Elva Guðmundsdóttir, báðar á Hlévangi.

10 ára starfsafmæli: Thelma Þorsteinsdóttir í Boðaþingi.

15 ára starfsafmæli: Björg Ólafsdóttir í sjúkraþjálfun Hraunvangi.

20 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Lourdes Dygay Yanos á Lækjartorgi og í Hraunvangi er það Sirina M.A.Dewage í borðsalnum.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Kær kveðja,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

(myndin er fengin að láni á veraldarvefnum: Slóð)

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur