Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 13. nóvember 2020 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 13. nóvember 2020.

 

Heil og sæl öll,

Starfsafmæli í október

Í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Í október áttu eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli.

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Alexandra Ásta Sigurðardóttir og Áróra Bergsdóttir báðar á Lækjartorgi, Janet Cabaluna Adlawan á Miklatorgi-Engey, Katarzyna Joanna Pokojska í ræstingu, Guðríður Ingvarsdóttir og Maebhelle Villanueva báðar á Sól-/Mánateig, Kristín María Autrey og Elín Bára Einarsdóttir báðar á Vitatorgi og Harpa Hrund Albertsdóttir á heilbrigðissviði. Í Hraunvangi eru það Katarzyna Joanna Slezak Musial, Erla Baldursdóttir og Svandís Edda Gunnarsdóttir allar á Ölduhrauni og Geir Örn Ingvarsson húsvörður. Á Hrafnistu Nesvöllum eru það Guðríður Elísabet Elíasdóttir og Jóna Ósk Jónasdóttir. Anita Drozyner í ræstingu og Renata Kavaliené í eldhúsi.Á Hlévangi eru það Elma Sól Long og Hildigunnur Gísladóttir. Á Ísafold eru það Fanney Sif Torfadóttir, Esther Sigurðardóttir, Ísold Eygló Snæbjörnsdóttir og Elísabet Lilja Stefánsdóttir. Á Sléttuvegi er það Hanna María Jónsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Daníela Mjöll Ólafsdóttir á Sól-/Mánateig og Margrét Sigurðardóttir í sjúkraþjálfun, Vilberg Guðnason þúsund þjala smiður og Gústaf Geir Egilsson pípari í fasteignadeild. Í Hraunvangi eru það Róberta Sól Bragadóttir á Báruhrauni, Hjördís Bára Hjartardóttir á Ölduhrauni og Hekla Jóhannsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Á Sléttuvegi er það Margrét Fjóla Jónsdóttir.

10 ára starfsafmæli: Aldís Emilía Gunnlaugsdóttir á Miklatorgi-Engey í Laugarási, Jón Ö. Arnarsson smiður og Birgir Viðarsson rafvirki í fasteignadeild.

15 ára starfsafmæli: Magdalena K. Sigurðardóttir á Sól-/Mánateig í Laugarási og Jónas Hilmarsson málari í fasteignadeild. 

20 ára starfsafmæli: Regieline Paran Sellote á Lækjartorgi í Laugarási.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

Vegna sóttvarnarhólfa á Hrafnistu eru mögulega einhverjir sem hafa ekki fengið sína gjöf afhenta en þær munu allar skila sér til ykkar þegar tækifæri gefst til.  

Bakvarðasveit aðstandenda íbúa á Hrafnistu

Hrafnista hefur leitað til aðstandenda íbúa á Hrafnistu til að gefa kost á sér í bakvarðasveit. Bakvarðasveit er einungis virkjuð ef Neyðarstjórn Hrafnistu metur að þess þurfi. Margir aðstandendur hafa tekið vel í okkar beiðni og svarað kalli okkar ásamt því að senda okkur hlý orð og hvatningu. Við á Hrafnistu erum afskaplega þakklát fyrir það bakland sem aðstandendur sýna okkur. Hafið hjartans þökk fyrir.

Heilsudagskrá Hrafnistu

Mannauðsdeildin hefur sett saman heilsudagskrá fyrir starfsfólk Hrafnistu en markmiðið með henni er að stuðla að heildrænni nálgun á vellíðan starfsfólks. Í boði verður m.a. æfingamyndbönd með heimaæfingum á borð við yoga, pilates og djúpum styrktaræfingum fyrir allan líkamann. Áfallafræðsla og úrræði á erfiðum tímum sem streymt verður í gegnum Teams ásamt myndböndum um svefnráðgjöf. Starfsfólk er hvatt til að kynna sér dagskránna sem finna má á workplace og nýta sér þetta fræðsluefni.

Rannsóknarsjóður Hrafnistu auglýsir eftir styrkjum

Stjórn rannsóknarsjóðs Hrafnistu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna tengdum öldrunarmálum. Umsóknarfrestur er til 20. desember. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn og er hann opinn bæði starfsmönnum Hrafnistu og almenningi. Nánari upplýsingar um rannsóknarsjóðinn má finna á heimasíðu Hrafnistu  https://www.hrafnista.is/um-hrafnistu/rannsoknarsjodur

Það styttist í jólin

Nú eru 41 dagur til jóla og líklega verður undirbúningur fyrir þessi jól og mögulega jólin sjálf ólíkt öðrum jólum eins og flest annað á þessu mikla COVID ári en það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til að hlakka til. Undirbúningur fyrir jólagjafir til starfsmanna Hrafnistu er í fullum gangi og við höldum ótrauð áfram veginn full af bjartsýni inn í jólamánuðinn og tökumst á við verkefnin af æðruleysi hér eftir sem hingað til.

 

Kær kveðja til ykkar og góða helgi,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur