Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 18. september 2020 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 18. september 2020.

 

Heil og sæl öll,

 

Covid bylgja númer þrjú

Okkar hefðbundnu verkefni í starfsemi Hrafnistu voru komin af stað og við höfðum aðeins létt á Covid takmörkunum, þegar nú skellur á okkur enn ein bylgjan. Hrafnista hrökk í gírinn, öll sem ein enda fagmenn upp til hópa, og setti í gang viðbragð í því skyni að draga úr líkum á smiti inn á heimilin. Viðbrögðin eru í formi takmörkun á fjölda gesta inn á heimilin, 1 meter er aukinn aftur í 2ja metra regluna (fyrir þá sem eru ekki í sama sótthólfi). Við biðjum bæði starfsfólk, íbúa og aðstandendur að halda sig frá mannmörgum stöðum, gæta að handþvotti og spritti og setja sig í samband við yfirmann ef einkenna verður vart.

Skemmtum sjálfum okkur og öðrum

Rætt hefur verið á neyðarstjórnarfundi Hrafnistu um leiðir sem við getum farið til að gleðja íbúa og starfsfólk. Kannski er eitthvað óvænt á leiðinni, hver veit? 

Einnig hefur neyðarstjórnin rætt heilmikið um að matur er manns gaman og því hafa fulltrúar okkar í framleiðslueldhúsi Hrafnistu farið af stað með að gera könnun á því hvað íbúar og starfsfólk langar í matinn. Farið verður svo í framhaldi yfir matseðla Hrafnistu. Virkilega spennandi.

Starfsafmæli á Hrafnistu

Það hefur nú aldeilis verið nóg að gera í starfsafmælisgjöfum undanfarna mánuði, allt frá 3 ára og upp í 35 ára starfsafmæli en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Það gleður stjórnendur fátt eins mikið og að gefa starfsafmælisgjafir. Þeir vita, líkt og ég, að söfnun á starfsaldri er ekki aðeins merki um tryggð starfsfólks við Hrafnistu heldur einnig sú þekking og reynsla sem því fylgir og er okkur dýrmæt.  Það kemur mér ekki á óvart hversu margar starfsafmælisgjafir þetta eru því ég veit það á eigin skinni hvað það er gott að vinna á Hrafnistu.

Í maí, júní, júlí, ágúst og september áttu eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

Starfsafmæli í maí

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Ágúst Logi Pétursson á Sól-/Mánateig og Katarzyna Nowacka í eldhúsi. Jenný Sigrún Á. Guðmundsdóttir á Ölduhrauni og Thelma Karen Arnarsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni báðar í Hraunvangi. Í Boðaþingi eru það Clara Guðjónsdóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir og Helga Margrét Gíslasdóttir. Á Hlévangi er það Sylvia Godlewska og á Ísafold eru það Valgerður Sif Ásgeirsdóttir og Rut Aradóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi er það Birgitta Björt Björnsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Anna Björk Sigurjónsdóttir í Boðaþingi og Elísa Ósk Þorsteinsdóttir, Iwona Czaplinska og Halina Wójcik allar á Nesvöllum.

10 ára starfsafmæli: Sonja Pétursdóttir á Hrafnistu Ísafold.

Starfsafmæli í júní

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Telma Rós Karlsdóttir á Vitatorgi, Hildigunnur Ingadóttir og Rebekka Rún Hjartardóttir báðar á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi eru það Adam Jarron og Hanna María Jónsdóttir bæði á Báruhrauni. Matthildur Fríða Gunnarsdóttir í borðsal, Theodóra Haraldsdóttir á Bylgjuhrauni og Carolina Vejic Carticiano í ræstingu. Í Boðaþingi er það Brynja Rut Kristinsdóttir. Á Nesvöllum er það Sara Dögg Hafþórsdóttir og á Ísafold eru það Þóra Regína Böðvarsdóttir, Daria Shramko og Sólveig Guðmundsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Birna María Einarsdóttir á Lækjartorgi. Í Hraunvangi er það Chithra Gurudaneya Wedagedara á Ölduhrauni. Á Nesvöllum eru það Parpai Inlert, Anna Elzbieta Wojciechowska, Mayuree Damalee og María Kathleen M. Smith og Heiðrún Tara Stefánsdóttir á Hlévangi.

10 ára starfsafmæli: Ausra Geciene í borðsal á Hrafnistu Hraunvangi.

Starfsafmæli í júlí

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það María Abreu á Sól-/Mánateig og Katarzyna Momuntjuk í eldhúsi. Í Hraunvangi eru það Gunnhildur Ýr Þrastardóttir á Ölduhrauni, Rósa Kristín Guðleifsdóttir á Báruhrauni og Gefjun Glóð Ragnarsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Kamilla Anna Soswa á Hlévangi og á Ísafold eru það Birna Ingvarsdóttir, Heiða Mist Kristjánsdóttir og Gergana D. Hristova.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarásri eru það Karen María Einarsdóttir á Lækjartorgi og Joanna Wilchowska í eldhúsi. Í Hraunvangi er það Elísabeth Saga Pedersen. Á Hlévangi er það Anita Gawek.

15 ára starfsafmæli: Dagrún Magnúsdóttir á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi.

Síðast en ekki síst er það hún Elín Poulsen Park í sjúkraþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi sem hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár.

Starfsafmæli í ágúst

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Helena Jaya Gunnarsdóttir og Arnheiður Húnbogadóttir báðar á Miklatorgi og Guðríður Ingvarsdóttir á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi er það Vera Helgadóttir á Báruhrauni. Í Boðaþingi eru það Þórhildur Braga Þórðardóttir og Linda Björk Bjarnadóttir. Á Nesvöllum er það Seeka Butprom og á Ísafold eru það Andzelina M. Kusowska Sigurðsson, Súsanna Viderö og Hrafnhildur Kristjánsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarásri eru það Þorsteinn Arinbjarnarson á Sól-/Mánateig, Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir í iðjuþjálfun og Anna Jóna Víðisdóttir á Lækjartorgi. Í Hraunvangi eru það Aðalbjörg Ellertsdóttir á Ölduhrauni og Valgerður Bjarnadóttir á þjónustuborði. Á Hlévangi er það Iwona Anna Chudzik.

15 ára starfsafmæli: Perla Thoa Kim Thai í borðsal á Hrafnistu Laugarási.

20 ára starfsafmæli: Eygló Sævarsdóttir í borðsal á Hrafnistu Hraunvangi.

Starfsafmæli í september

3 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi eru það Guðmunda S. Sigurbjörnsdóttir í borðsalnum og Rakel Einarsdóttir á skrifstofunni. Í Boðaþingi eru það Lilja Pálína Kristjánsdóttir deildarstjóri í dagdvöl og Elísa Dóra Theódórsdóttir. Á Nesvöllum er það Patricia Cerqueira De Jesus. Á Ísafold eru það Agnes Ýr Rósmundsdóttir og Kristín María Juliosdóttir og á Sléttuvegi eru það Ásthildur Guðlaugsdóttir, Þórunn Þöll Egilsdóttir, María Ósk Albertsdóttir og Sonja Björk Guðmundsdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Tanja Dögg Guðjónsdóttir á launadeild, Halldór Eiríksson innkaupastjóri, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri og Inga Rún Óskarsdóttir báðar á Lækjartorgi. Í Hraunvangi eru það Valgerður Guðrún Torfadóttir og Karen Hólmfríður Fons, báðar á Ölduhrauni og Sylvía Haarde á Bylgjuhrauni. Í Boðaþingi eru það Anný Lára Emilsdóttir forstöðumaður og Anna Kristín Ólafsdóttir. Á Hlévangi er það Guðlaug Þóra Sveinsdóttir. Á Sléttuvegi er það Lilja Björk Bjarnadóttir.

10 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Bjarney Sigurðardóttir og Nanna G. Sigurðardóttir báðar á heilbrigðissviði og Jozefa Biermann á Miklatorgi-Engey.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Svanhildur Blöndal prestur og Hanna Emelita Gunnlaugsdóttir í eldhúsi. Á Sléttuvegi eru það Bungorn Tangrodjanakajorn og Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Bergi.

20 ára starfsafmæli: Elilebeth de la Cruz á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási.

 

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Kveðja til ykkar og góða helgi,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur