Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Föstudagsmolar 12. júní 2020 - Gestahöfundur er Kristján Björgvinsson, fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Ársskýrsla Sjómannadagsráðs var lögð fyrir aðlafund þann12. maí síðastliðinn. Sjómannadagsráð, er eins og allir vita, eigandi Hrafnistu. Rekstur Hrafnistu gekk áætlega árið 2019 og afkoma Hrafnistuheimilanna í heild var viðunandi. Afkoman var jákvæð hjá helmingi heimilanna, en lítils háttar tap hjá hinum, en í heildina var afkoman jákvæð um 40 milljónir af yfir 9 milljarða króna veltu ársins 2019.

Árið 2020 fór ágætlega að stað....... eða þangað til COVID kom. Síðustu þrjá mánuði hefur álagið verið mikið á starfsfólk Hrafnistuheimilannaen vonandi erum við nú komin út úr kófinu.  Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á þessu COVID-tímabili. Við höfum ekki getað látið starfsfólk flæða á milli eininga og orðið að bregðast við því með því að auka mönnun sem er dýrt. Eins hefur annar kostnað aukist við þetta ástand, þar sem kröfur eru um aukið hreinlæti og hlífðarbúnað. Tekjur hafa einnig dregist saman þar sem erfitt hefur verið að innrita nýja íbúa vegna heimsóknarbanns og á það sérstaklega við um hvíldarinnlagnir. En við vorum líka með varan á að taka ekki inn nýja íbúa sem mögulega gætu borið smit í húsið. Ekki má gleyma dagdvöl eða dagþjálfun þar sem fjöldatakmarkanir samkomubannsins hafði veruleg áhrif á mætingar.  Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru þessa dagana í viðræðum við stjórnvöld um það að fá þennan aukakostnað og tekjutapið bætt. Vonandi skilar sú vinna árangri, því hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða eða yfir 100 milljónir aukalega fyrir öll Hrafnistuheimilin.

Síðast en ekki síst var það sóttkvíin, en heimilin fóru misvel út úr þeim málum. Við höfum greitt laun fyrir nálægt 5.000 vinnustundir til fólks í sóttkví. Síðustu daga og vikur höfum við verið að safna vottorðum frá starfsmönnum sem fóru í sóttkví og skrá það inn til að sækja um endurgreiðslu á þessum kostnaði. Ástæðan er sú að leikreglurnar um endurgreiðslu voru settar eftirá og því fer mikil vinna hjá okkur og starfsmönnum sjálfum að sækja vottorð og síðan staðfesta okkar skráningu. Ég vil þakka þeim starfsmönnun sérstaklega vel fyrir þolmæði gagnvart okkur í þeim efnum.

En ef við tökum upp léttara hjal, þá er sumarið loksins komið og við eflaust öll frelsinu fegin eftir samkomubann og sóttkví. Við skrifstofuliðið vorum mörg hver í sjálfskipaðri sóttkví og unnum heima fyrstu 6-8 vikurnar. Mikið rosalega var ég farinn að sakna ykkar og mötuneytisins. Vorboðinn hér á Hrafnistu er sumarfólkið okkar. Við erum svo heppin að fá hér í hús fullt af ungu og vel gerðu fólki til að leysa okkur af í sumar. Það er gaman að fylgjast með þessum glæsilegu fulltrúum yngri kynslóðarinnar og sjá hvernig þau takast á við verkefni sín. Við getum margt lært að þeim eins og þau af okkur. Vonandi gengur þessi samvinnu vel eins og áður.

 

Kristján Björgvinsson, fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur