Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 17. apríl 2020 - Pétur Magnússon, forstjóri

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_vigdis.jpeg

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA

Föstudaginn 17. apríl 2020.

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

Starfsafmæli í mars

Í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Í mars eiga eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli.

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Hrafnhildur Björnsdóttir á Vitatorgi, Neil Kenneth Rosento og Sunna Wiium bæði á Sól-/Mánateig. Zuzanna Maria Banach, Indíana Líf Bergsteinsdóttir og Sólrún Albertsdóttir, allar í eldhúsi og Valgerður Ólafsdóttir í bókhalds- og launadeild. Sonja Björk Guðmundsdóttir á Bylgjuhrauni og Eva Björk Kristinsdóttir á Ölduhrauni báðar í Hraunvangi. Í Boðaþingi eru það Alexía Ýr Ísaksdóttir og Alice Ösp Sæmundsdóttir og Zivilé Barisaité á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ.

5 ára starfsafmæli: Miroslava Synkova á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási og María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

20 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi eru það þær Guðrún María Helgadóttir á Báruhrauni og Guðrún B. Ásgeirsdóttir á Sjávar-/Ægishrauni. Í Laugarási er það Kristín Anna Sverrisdóttir í bókhalds- og launadeild.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.  Starfsafmælisgjafir til ykkar verða afhentar við gott tækifæri.

Tilslakanir á heimsóknarbanni framundan

Í gær fjölluðu fjölmiðlar um að vinna væri í gangi við gerð vinnureglna um tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum. Vegna þessa höfum við sett tilkynningu á heimasíðu Hrafnistu um málið og innri síður Hrafnistu. Í tilkynningunni kemur fram að á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar 14. apríl s.l. nefndi forsætisráðherra í máli sínu að tilslakanir á heimsóknarbanni hjúkrunarheimila væru í undirbúningi og á daglegum fundi Almannavarna á miðvikudag nefndi Landlæknir að þessar tillögur yrðu kynntar í næstu viku.

Vinnuhópur á vegum Almannavarna, Embættis landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og hjúkrunarheimila hefur fundað reglulega síðustu vikur og er hópurinn nú að vinna tillögur að þessum tilslökunum. Þær verða gerðar í hægum skrefum en fyrstu tilslakanirnar munu taka gildi strax 4. maí. Fram að 4. maí verða engar breytingar á núverandi heimsóknarbanni.

Tilslakanirnar verða kynntar síðasta vetrardag, miðvikudaginn í næstu viku (22. apríl) og miða m.a. við að aðeins einn geti heimsótt íbúa hjúkrunarheimilis í einu samkvæmt ákveðnum reglum og tekin verða lítil skref í einu.

Þetta verður auðvitað mikill léttir enda mun heimsóknarbann hafa staðið í tæpa 60 daga þann 4. maí.

Eins og áður segir verða nákvæmar reglur um þetta kynntar í næstu viku og verður þá farið í undirbúning á hverri deild í samræmi við það.

Takk Vigdís!

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að í vikunni átti Frú Vigdís Finnbogadóttir, þessi ástsæli forseti, 90 ára afmæli. Haldið hefur verið upp á afmælið með ýmsum hætti á Hrafnistuheimilunum enda vinsældir Vigdísar miklar. Í dag er hins vegar Vigdísardagur á öllum Hrafnistuheimilunum en boðið verður upp á sérstakar Vigdísar-kökur á öllum heimilum með kaffinu í dag. Það er sjálfsagt að nota þetta tækifæri og þakka Vigdísi fyrir hennar framlag til að gera heiminn okkar betri!

Að lokum vil ég enn og aftur þakka ykkur kærlega fyrir hvað þið, ágæta samstarfsfólk eruð að gera einstaklega góða hluti í þessu ástandi sem nú er!

 

Góða helgi!

 

Bestu kveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur