Leit

svæði efst í haus hægra megin

 Hrafnista á Workplace FacebookHrafnista á Facebook

 

 
 

Topp slide - reykjavik

 

Sjóðurinn heitir „Rannsóknasjóður Hrafnistu“ og er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Eitt af meginmarkmiðum sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraða. Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem að stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem mun efla þennan málaflokk hér á landi. Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög frá velunnurum Sjómannadagráðs/Hrafnistu og ávöxtun fjármuna sjóðsins. Ekki er um fastan tekjustofn að ræða. 

 
Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn, tveimur fulltrúum frá Sjómannadagsráði höfuðborgarsvæðisins og þremur fulltrúum frá Hrafnistu (tilnefndum af framkvæmdaráði). Allar breytingar og viðbætur við þessa reglugerð skulu samþykktar af Sjómannadagsráði og framkvæmdaráði Hrafnistu. 
 
Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um í sjóðinn og er hann opinn bæði starfsmönnum Hrafnistu og almenningi. Að öllu jöfnu skal veita tvo styrki á ári, annan til starfsmanna Hrafnistu og hinn til aðila utan Hrafnistu. 
 
Með hverri umsókn skal fylgja stutt lýsing á verkefninu, tíma- og kostnaðaráætlun og aðrir styrkir sem sótt er um fyrir sama verkefni. Stjórn sjóðsins er ekki heimilt að ráðstafa framlögum úr sjóðnum umfram það sem hér er tilgreint. Hámarks upphæð úthlutunar er sú upphæð er verðbætur og vextir frá fyrra ári skapa, að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Í september ár hvert auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum í sjóðinn. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun hverju sinni hvernig auglýsingum um umsóknir um styrki skuli háttað og setur skilyrði um hvernig styrkþegar gera grein fyrir niðurstöðum úr hinu styrkta verkefni. Sjóðinn skal ávaxta á bankareikningum á eins öruggan hátt og mögulegt er. Prókúruhafi sjóðsins er framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. 

Í janúar 2016 fór fram úthlutun úr Rannsóknasjóði Hrafnistu fyrir árið 2015. Árlega er úthlutað úr sjóðnum, en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði öldrunarmála. Hálf milljón króna kom til úthlutunar í ár og að þessu sinni hlutu eftirfarandi verkefni styrk:

 

Íslensk þýðing og normasöfnun fyrir Addenbrooke prófið fyrir iPad (ACE-III mobile)

María K. Jónsdóttir klínískur taugasálfræðingur, sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH (Landakot) og dósent í sálfræði, Háskólanum í Reykjavík fékk 350 þúsund króna styrk. Hún vinnur að þýðingu og staðfærslu Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) sem er skimunarpróf fyrir hugræna getu og einkum notað fyrir þá sem eru eldri en 50 ára og leita læknis vegna minnisvandkvæða. Notuð er nýjasta útgáfa prófsins (ACE-III Mobile, fyrir iPad spjaldtölvu). Auk þess að safna íslenskum viðmiðum (normum) verður gerð réttmætisathugun á íslensku útgáfunni. Prófið fæst frítt af netinu til niðurhals í iPad. Gögnin safnast fyrir þar og allir útreikningar eru gerðir sjálfvirkt í forritinu. Sífellt verður algengara að tölvur séu nýttar við hugræna skimun og þegar íslensk gerð ACE-III Mobile verður að fullu tilbúin verður slík prófun með spjaldtölvu reynd í fyrsta sinn á minnismóttökunni á Landakoti sem rútínupróf.

Þetta próf má svo nýta á öllum öldrunardeildum LSH, svo og í heilsugæslunni og á öldrunarstofnunum um allt land. Ætla má að spjaldtölvur verði teknar í notkun í auknum mæli innan heilbrigðiskerfisins og hin síðari ár hefur aukist að sálfræðileg próf séu tölvukeyrð. Á íslensku hefur ACE-III Mobile verið kallað tACE þar sem t stendur fyrir orðið tölva (s.s., tölvu-ACE).

 

Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins 

Rauði kross Íslands fékk 150 þúsund króna styrk til að efla heimsóknavinaverkefni og þá sérstaklega þegar kemur að heimsóknum til aldraðra. Flestar deildir Rauða krossins sem staðsettar eru um allt land sinna þessu verkefni. Langfjölmennasti hópurinn sem fær heimsóknarvini eru aldraðir. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Einsemd er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi og Rauði krossinn leitast við með þessu að rjúfa slíka einangrun. Heimsóknir fara fram á ýmsum stöðum s.s. á heimilum, stofnunum og hjúkrunarheimilum. Styrkurinn mun nýtast í að uppfæra fræðsluefni og úttekt á verkefninu. 

 

Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu fyrir árið 2015: F.v. Sigurður Garðarsson framkvæmdarstjóri Sjómannadagsráðs, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Guðný H. Björnsdóttir fh. Rauða kross Íslands, Guðjón Ármann Einarsson formaður Rannsóknarsjóðs, María K. Jónsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu.

rannsoknarsjodur_uthlutun_resize.jpg

 

 

 

                                                             
 
 
 
 
 
 
 
 

Til baka takki

Banners neðst á forsíðu 1

Happdrætti DAS 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur