Fréttasafn

Lionsbingó á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi stóðu Lionsmenn og konur fyrir bingókvöldi fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirið. Fjórum sinnum yfir vetrartímann standa þau fyrir bingókvöldi og var þetta fyrsta bingóið þennan veturinn. Það var vel sótt eins og vanalega og tókst með eindæmum vel. Íbúar á Hrafnistu Hraunvangi þakka Lionsfólkinu kærlega fyrir sig.

 

Lesa meira...

Forvarnir og endurhæfing - lykillinn að velferð

Lesa meira...

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu standa fyrir stuttu málþingi um mikilvægi forvarna og endurhæfingar í heilbrigðisþjónustunni. Málþingið verður haldið þann 3. október nk. kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Framsögumenn koma að þessu sviði heilbrigðisþjónustunnar með ólíkum hætti og gefa innsýn í mikilvægar en margbreytilegar forvarnir og endurhæfingu, og hvernig þau eru að hafa áhrif á samfélagið.

Í lokin verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um tækifæri til enn frekari aðgerða á þessu sviði, samfélaginu öllu til heilla.

 

Sjá auglýsingu með því að smella hér

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Ísafold í Garðabæ

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Ísafoldar var haldinn í gær, fimmtudaginn 26. september. Starfsmenn, íbúar og dagdvalagestir lögðust allir á eitt með undirbúning veislunnar og mikið hugmyndaauðgi var í borðskrauti. Búið var til skraut úr þæfðri ull, tíndar trjágreinar úr garðinum og meira að segja voru gulrætur frá ræktun sumarsins notaðar sem skraut. Met þátttaka var á fagnaðinum eða um 176 manns, bæði íbúar, ættingjar, dagdvalagestir og starfsmenn. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona stýrði skemmtuninni, söng yndislega falleg lög og sagði sögur, í lokinn spilaði Pálmar Örn Guðmundsson trúbrador undir dansi og hafa aldrei eins margir tekið þátt í dansinum, gamlir taktar gleymast greinilega aldrei.

 

Lesa meira...

Þruma aðstoðar iðjuþjálfa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Núna nýverið tók til starfa nýr starfsmaður “ á deild iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði en það er hún Þruma,12 vikna Schnauzer tík, sem mun verða „aðstoðarmaður“ og taka þátt í starfi iðjuþjálfa á hjúkrunardeildinni Ölduhrauni. Eigandi hennar er Geirlaug Oddsdóttir og er hún iðjuþjálfi á þeirri deild. Þruma hefur vakið ómælda lukku og gleði meðal heimilismanna og starfsmanna og er hvers manns hugljúfi.

 

 

 

Lesa meira...

Sylwia Sliczner 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Sylwia Sliczner, starfsmaður í aðhlynningu á Miklatorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Margrét Malena Magnúsdóttir deildarstjóri á Miklatorgi, Sylwia, Guðlaug Helga Helgadóttir aðstoðardeildarstjóri og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Guðrún Hulda Gunnarsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Guðrún Hulda Gunnarsdóttir, sjúkraliði á Mánateig Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Maríanna Hansen deildarstjóri á Mánateig, Guðrún Hulda og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Guðríður Ósk Axelsdóttir 35 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Guðríður Ósk Axelsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðríður, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri, Guðríður og Hrefna Ásmundsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni.  

 

 

 

Lesa meira...

Nýr starfsmaður mannauðsdeildar

Lesa meira...

 

Hjörtur Júlíus Hjartarson hefur verið ráðinn til starfa sem mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Hrafnistuheimilanna.

Hjörtur er með meistarapróf í mannauðsstjórnun auk undirgráðu í stafrænni markaðssetningu frá EAE Business School í Barcelona. Í námi sínu lagði hann áherslu á jákvæða sálfræði, markþjálfun og kjaramál. Fyrir er Hjörtur með meistarapróf í blaða- og fréttamennsku.

Hjörtur vann lokaverkefni sitt í mannauðsstjórnun í samvinnu við Vodafone og fjallaði þar um innleiðingu sveigjanlegs vinnutíma hjá fyrirtækinu. Hann kannaði hvaða áhrif sveigjanlegur vinnutími hefur á líf fólks, hvort sem um ræðir í vinnu eða einkalífi. Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá fyrri störfum sem deildarstjóri, vaktstjóri, ritsjóri og umsjónamaður ýmissa þátta í útvarpi og sjónvarpi.

Við bjóðum Hjört velkominn í mannauðsteymi Hrafnistuheimilanna.

 

 

Lesa meira...

Jenjira Malooleem 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Jenjira Malooleem, starfsmaður í ræstingu Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jenjira og Auður Björk Bragadóttir deildarstjóri ræstingar Hrafnistu Laugarási. 

 

Lesa meira...

Síða 62 af 175

Til baka takki