Fréttasafn

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Hrönn, Brynja og Pétur.
Lesa meira...

 

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Brynja og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

Lesa meira...

Guðný Albertsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Árdís Hulda, Eyrún, Guðný og Pétur.
Lesa meira...

 

Guðný Albertsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

Lesa meira...

Páfagaukurinn Stebbi flytur á Sjávar- og Ægishraun Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Heimilisfólk og starfsfólk Sjávar- og Ægishrauns fékk langþráðan draum uppfylltan í gær þegar páfagaukurinn Stebbi flutti til þeirra. Uppáhalds söngvari Hjördísar deildarstjóra er Stefán Hilmarsson og kom því ekkert annað nafn til greina á elsku fallega páfagaukinn en Stebbi. Þau voru svo heppin að fá gefins búr fyrir hann og nú situr Stebbi á priki í búrinu sínu og horfir aðdáunaraugum á allt heimilisfólkið okkar sem er að líta til hans og aðeins að flauta fyrir hann. Nokkrir hafa haft það á orði í dag að Stebbi þurfi að eignast vinkonu í búrið en ákveðið hefur verið að gera Stebba að dekurdýri og hann ætlar bara að vera einn í stóra búrinu sínu.

 

Myndir og texti: Hjördís Ósk Hjartardóttir

 

Lesa meira...

Eurovision gleði á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Eurovision gleði ríkti á Hrafnistu í Hafnarfirði sl. laugardagskvöld þegar heimilisfólk fylgdist með söngvakeppni sjónvarpsins. Boðið var upp á snakk, gos, íspinna og sherry. Heimilisfólk var mjög ánægt með úrslitin og óskum við Svölu til hamingju með sigurinn. 

 

Lesa meira...

Kristín Gunnarsdóttir ráðin deildarstjóri í borðsal Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Kristín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri í borðsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Kristín lauk sveinsprófi í hárgreiðslu frá Iðnskólanum árið 1980 og prófi í snyrtifræði frá Snyrtiskóla Mona Lise Olsen í Danmörku árið 1989. Undanfarin ár hefur hún starfað við skrifstofustörf.

Kristín er okkur í Hafnarfirði að góðu kunn í gegnum störf hennar hjá Lionsklúbbnum Kaldá, en hún var formaður þar 2013-2014.

Kristín hefur störf á vormánuðum en þá mun Þórdís Georgsdóttir hverfa til annarra starfa.

Bjóðum Kristínu velkomna í Hrafnistufjölskylduna.

 

 

Lesa meira...

Síða 128 af 175

Til baka takki