Fréttasafn

Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir 50 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Guðlaug kveður eftir 50 ár!

Sunnudaginn 21. maí sl.  var síðasta vaktin hjá Guðlaugu P. Sigmundsdóttur, starfsmanni á Vitatorgi á Hrafnistu í Reykjavík. Guðlaug hóf störf á Hrafnistu árið 1967 og náði því að starfa fyrir Hrafnistuheimilin í 50 ár. Guðlaug er annar starfsmaðurinn í sögu Hrafnistu til að ná þessum merka áfanga í starfsaldri en líklega munu ekki fleiri ná því enda mjög sjaldgæft í dag að fólk sé 50 ár á sama stað.

Í tilefni tímamótanna var haldin veisla til heiðurs Guðlaugu, í lok þessarar síðustu vaktar. Þar var henni færður blómvöndur, kveðjugjöf frá samstarfsfólki og hálsmen sem kveðjugjöf frá Hrafnistu. Að auki fékk Guðlaug í þakkarskyni fyrir 50 árin, gjafabréf hjá ÚrvalÚtsýn að andvirði 350.000 kr. sem vonandi nýtist vel. Guðlaugu þökkum við kærlega fyrir störf og framlag sitt í sögu Hrafnistu - og til öldrunarmála á Íslandi. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni!

 

Á meðfylgjandi mynd er Guðlaug ásamt samstarfsfólki sínu á síðustu vaktinni.

Lesa meira...

Samgöngustyrkur

Lesa meira...

 

Öllu starfsfólki Hrafnistu býðst nú að kaupa 12 mánaða strætókort á verði 9 mánaða korts. Auk þess geta starfsmenn sótt um samgöngustyrk til Hrafnistu. Með þessu vill Hrafnista hvetja starfsmenn til að taka strætó til og frá vinnu.

 

Lesa meira...

Sara Pálmadóttir ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Sara Pálmadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Ísafold, Sara er 33 ára gömul, er í sambúð með Bjarna Þór Jónssyni og eina fimm ára gamla dóttur saman, hana Ylfu Rún. Upphaflega byrjaði hún að vinna hjá Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2001 og vann þá við aðhlynningu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún kláraði sjúkraliðanám árið 2006 og vann áfram hjá Hrafnistu til ársins 2008. Eftir það fór hún að vinna á Móttöku- og meðferðardeild 32A á geðsviði Landspítalans og var þar frá árinu 2008 til 2013. Þar var hún m.a. hópstjóri, sat í fræðslunefnd geðsviðsins og sá um verklegt nám fyrir sjúkraliðanema á deildinni. Árið 2013 hún nám í iðjuþjálfunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Samhliða náminu vann hún í dagdvölinni og í sjúkraþjálfuninni á Hrafnistu í Kópavogi þar sem hún fékk tækifæri til að nýta þá þekkingu sem hún hefur lært í náminu í starfi. Sara kemur til starfa 1. júní nk.

Við bjóðum Söru hjartanlega til hamingju og velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hanna Jóna Ragnarsdóttir ráðin aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Hanna Jóna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Garðabæ – Ísafold. Hanna Jóna er 37 ára, gift Kristjáni Páli og þau eiga tvær dætur, Petrúnellu 18 ára og Katrínu Diljá 11 ára. Þau búa ásamt þremur köttum í Kópavogi.

Hún tók sér ýmislegt fyrir hendur áður en hún skellti sér í hjúkrunarfræði við HÍ 2010. Lauk m.a. tveimur árum í fornleifafræði við HÍ, verslunarprófi, námi í Grafíski miðlun við Iðnskólann í Reykjavík og var flugfreyja hjá Icelandair.

Frá 2009 - 2012 vann hún við aðhlynningu á Grund og varð hópstjóri þar eftir að fyrsta ári  hjúkrunarnáms hennar lauk. Frá 2013 vann hún með námi á næturvöktum á taugalækningadeild Landspítalans. Eftir útskrift fór hún á dag- og kvöldvaktir á sömu deild. Hanna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2015. Hún byrjaði að vinna á Ísafold í janúar 2017.

 

Við bjóðum Hönnu Jónu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Sigrún Skúladóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Sigrún Skúladóttir hefur verið endurráðin sem hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold í nýju skipulagi heimilisins, sem er einn hjúkrunardeildarstjóri ásamt aðstoðardeildarstjóra, í stað tveggja deildarstjóra. Sigrún er 43 ára, einhleyp með 2 börn, Hugrúnu Evu 6 ára og Skúla Þór 12 ára. Hún býr í Hafnarfirði, fæddist á Sólvangi og vann við aðhlynningu og hjúkrun þar af og til frá 17 ára aldri allt til ársins 2013. Sigrún útskrifaðist með BSc í hjúkrunarfræði vorið 2001 og master í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Bifröst vorið 2009.  Hún hefur víðtæka starfsreynslu frá útskrift , m.a. á hjartadeild LSH, bæklunardeild sjúkrahússins í Álaborg Danmörku, Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, Liðsinni, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins m.a. í ungbarnavernd, slysavakt og afleysingu hópstjóra heimahjúkrunar og nú síðast sem hjúkrunarforstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hún hóf störf sem deildarstjóri á Ísafold 1. janúar 2013.

Við bjóðum Sigrúnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Forseti Íslands í heimsókn á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Það var mikið um dýrðir þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Hrafnistu Garðabæ - Ísafold á dögunum. Boðið var  upp á kaffimeðlæti, tónlistaratriði flutt og í framhaldinu heilsaði forsetinn upp á íbúa og starfsfólk.

Þökkum forsetanum kærlega fyrir komuna.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira...

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Fimmtudaginn, 11. maí sl.,  kom Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík. Hann átti rúmlega klukkutíma langan fund með Framkvæmdaráði þar sem honum voru kynntar okkar umfangsmikla starfsemi og áherslur. Einnig fóru fram góðar umræður um stöðu hjúkrunarheimila og öldrunarþjónustu almennt. Ráðherrann gaf sér svo góðan tíma til ganga um húsið, heilsa upp á íbúa og starfsfólk og kynna sér starfið af eigin raun.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira...

Nýr formaður Sjómannadagsráðs - Hálfdan Henrysson

Lesa meira...

Í gærkvöld, fimmtudaginn 11. maí,  fór fram aðalfundur Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Þar bar helst til tíðinda að Guðmundur Hallvarðsson, sem verið hefur formaður stjórnar ráðsins frá árinu 1993 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur kom fyrst inn í starfsemi Sjómannadagsráðs árið 1970. Árið 1984 tók hann sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og hefur hann verið formaður stjórnarinnar frá árinu 1993 eins og áður segir.

Nýr formaður var kjörinn Hálfdan Henrýsson. Hálfdan kom inn í stjórnina árið 1993 og hefur gengt þar stöðum ritara, gjaldkera og nú síðast varaformanns.

Guðmundur hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sjómannadagsráðs, Hrafnistuheimilanna og annara fyrirtækja Sjómannadagsráðs þennan tíma. Mjög margt hefur breyst og hefur starfsemin vaxið og dafnað svo um munar. Starfsemi Sjómannadagsráðs telst til stærstu fyrirtækja landsins og er Hrafnista ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins.

Við þökkum Guðmundi kærlega fyrir samstarfið, samfylgdina og samveruna öll þessi ár og óskum honum allra heilla í framtíðinni!

Hálfdan bjóðum við hjartanlega velkominn í formannsstólinn og hlökkum til skemmtilegs og spennandi samstarfs!

 

Á meðfylgjandi mynd afhendir fráfarandi formaður Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson, nýkjörnum formanni, Hálfdan Henryssyni, lyklana af skrifstofu Sjómannadagsráðs.

Lesa meira...

Síða 124 af 175

Til baka takki