Fréttasafn

Breytingar á skipulagi læknamála Hrafnistu frá og með 1. september 2017

Lesa meira...

Ljóst er að í rekstri sínum þarf Hrafnista sífellt að skoða hvað betur má fara í starfseminni með það að leiðarljósi að fá sem mesta þjónustu og gæði fyrir fjármagn ætlað starfseminni. Lækningar eru þar engin undantekning. Eins og mörg ykkar vita hefur Sigurður Helgason, sem verið hefur forstöðulæknir okkar undanfarin ár, sagt upp störfum. Á síðustu árum hefur reynst erfitt að ráða nýja lækna til Hrafnistu og ekkert sérstakt bendir til breytinga þar á, þó starfsemin vaxi jafnt og þétt. Við höfum meðal annars starfrækt eigin bakvakt lækna allan sólarhringinn, alla daga ársins, utan hefðbundins dagvinnutíma.

Þegar Hrafnista tók við starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ, þann 1. febrúar s.l., gekk Hrafnista inn í sameiginlegan læknaþjónustu-samning Ísafoldar og þriggja annara hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirtækið Heilsuvernd. Það samstarf hefur í stórum dráttum gengið vel. Heilsuvernd ehf er viðurkenndur heildstæður þjónustuaðili á sviði heilsu- og vinnuverndar auk þess að vera með fullgilt starfsleyfi til reksturs heilbrigðisþjónustu. Fyrirtækið mun í ágúst opna eigin heilsugæslustöð í kjölfar útboðs Sjúkratrygginga Íslands.

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Hrafnistu og Heilsuverndar um að Heilsuvernd taki við allri læknisþjónustu Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september 2017.

Undantekning er þó Reykjanesbær en þar sem við höfum reynslu af sambærilegu samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um læknaþjónustu fyrir Hrafnistuheimlin frá árinu 2014. Hefur það gengið vel og verður óbreytt áfram.

Samningurinn snýst um að Heilsuvernd veiti almenna læknisþjónustu á dagtíma fyrir hjúkrunarheimili Hrafnistu auk þess að samræma og sinna vaktþjónustu læknis fyrir heimilin alla daga, allt árið um kring. Sambærileg læknisþjónusta verður veitt í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Þjónustan mun taka mið af Rammasamningi sjúkratrygginga um þjónustu hjúkrunarheimila og Kröfulýsingu Velferðarráðuneytis um hjúkrunar- og dvalarrými (III. útgáfa). Einn og sami læknir Heilsuverndar mun að jafnaði annast þjónustu á sömu deild/hjúkrunarheimili eins mikið og mögulegt er. Heilsuvernd sér alfarið fyrir afleysingu læknis í veikindum og samningsbundnum fríum. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf lækna og annara starfsmanna. Læknar sem starfa á Hrafnistu, á hverjum tíma, verða eftir breytinguna starfsmenn Heilsuverndar. Núverandi læknum Hrafnistu verður boðin vinna hjá Heilsuvernd.

Nú fer í hönd undirbúningsferli þar sem heilbrigðissvið Hrafnistu mun hafa umsjón með skipulagi breytinganna. Meðal annars þarf að fara vel yfir með hverri deild hvenær viðvera læknis verður þar, gefin verður út stundaskrá og henni ekki breytt nema að fengnu samþykki beggja aðila. Ýmis önnur atriði þarf skiljanlega að undirbúa og verða málin kynnt betur þegar nær dregur. Rétt er að taka skýrt fram að viðvera lækna í húsi/deild ætti ekki að minnka né breytast mikið, nema ef vera kynni tímasetningar viðverunnar. Á sumum stöðum mun viðvera lækna aukast.

Íbúar Hrafnistu ættu ekki að upplifa miklar breytingar á sínum högum vegna þessa nema þá ef vera skildi að nýr læknir taki við deildinni. Ef svo verður verður það kynnt sérstaklega í haust, þegar málin skýrast. Eins og áður segir hefur Hrafnista haft töluvert fyrir læknamönnun undanfarið, sem og afleysingu, og er Heilsuvernd mun betur í stakk búið til að leysa úr þannig málum. Á árinu 2019 mun 99 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu á Sléttuvegi bætast í Hrafnistufjölskylduna og fljótlega þar á eftir er stefnt að stækkun Kópavogs um 64 rými.

Því er mikilvægt fyrir Hrafnistu að huga strax að framtíðarútfærslu á lækningaþætti starfseminnar.

 

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

 

 

Lesa meira...

Þorsteinn Ingvarsson sjúkraþjálfari á Hrafnistu í Reykjavík vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í San Marínó

Lesa meira...

 

Þorsteinn Ingvarsson, sjúkraþjálfari á Hrafnistu í Reykjavík,  er einn keppenda á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í San Marínó.  Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í langstökki.

Við á Hrafnistu óskum Þorsteini til hamingju með þennan frábæra árangur.

 

http://www.mbl.is/sport/frettir/2017/05/30/island_med_naestflest_verdlaun_4/

 

Lesa meira...

Forseti Íslands í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Mánudaginn 29. maí sl. var haldið formlega upp á 60 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík, en það var fyrsta Hrafnistuheimilið sem sett var á stofn. Um 200-300 íbúar, ættingjar, starfsmenn og fleiri velunnarar Hrafnistu mættu á hátíðardagskrá í tilefni afmælisins þar sem heiðursgestur var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókninni.

 

Myndir: Hreinn Magnússon.

Lesa meira...

Nýr starfsmaður Sjómannadagsráðs

Lesa meira...

Reykjavíkurborg hefur gert samning við  Sjómannadagsráð um að hafa umsjón með undirbúningi, hönnun og byggingaframkvæmdum hjúkrunarheimilis á Sléttuvegi í Reykjavík.  Ölduvör ehf. sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs sér um uppbyggingu á Sléttuveginum. Á svæðinu verða einnig  byggðar íbúðir fyrir aldraða og þjónustumiðstöð.

Sjómannadagsráð hefur ráðið Gunnar Örn Steingrímsson byggingatæknifræðing til að hafa umsjón með undirbúningi, hönnun og byggingaframkvæmdunum. Gunnar hefur langa reynslu af byggingaframkvæmdum og eftirliti. Áður starfaði hann hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar við byggingaeftirlit og síðar hjá Eykt ehf við verkefnastýringu byggingaframkvæmda.

 

 

Lesa meira...

Síða 123 af 175

Til baka takki