Fréttasafn

Sumarhátíð á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

 

Á dögunum var haldin sumarhátíð á Hrafnistu í Kópavogi, með söng og harmonikkuspili fyrir hádegi. Vakin var athygli á heilbrigðari lífsstíl óháð aldri og boðið var upp á niðurskorna ávexti en einnig hákarl, þar sem það er gamalt hollustu nammi. Einnig voru gerðar léttar æfingar undir handleiðslu Erlu sjúkraþjálfara. Eftir hádegið voru svo settar niður kartöflur og grænmeti. Dagurinn endaði með því að boðið var upp á rjómapönnukökur.

Meðfylgjandi eru myndir úr söngstundinni.

 

Lesa meira...

Elísabet Olsen 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Árdís Hulda, Elísabet, Hrefna og Pétur.
Lesa meira...

Elísabet Olsen, starfsmaður í aðhlynningu á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Elísabet, Hrefna Ásmundsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Forseti Íslands í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Þann 5. júní sl fagnaði Hrafnista í Hafnarfirði 40 ára afmæli sínu. Í tilefni af því hefur síðasliðin vika verið okkar afmælisvika og enduðum við hana í gær með skemmtilegri veislu þar sem að forseti okkar, Guðni Th. Jóhannesson, var heiðursgestur. Valgerður Guðnadóttir söng sig inn í hjörtu viðstaddra við undirleik Helga Más Hannessonar, Guðmundur Hallvarðsson hélt ræðu og Guðni hélt svo stutta ræðu í lokin áður en hann gekk um salinn og heilsaði upp á fólkið. 

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókninnni.

 

Myndir: Hreinn Magnússon.

 

Lesa meira...

Breytingar á stjórnun Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Þann 1. september n.k. verða gerðar breytingar á stjórnskipulagi Hrafnistu í Kópavogi. Bjarney Sigurðardóttir, sem verið hefur forstöðumaður okkar þar síðustu ár, hefur ákveðið að láta af störfum að eigin ósk. Sem betur fer er hún þó ekki að yfirgefa Hrafnistu heldur mun hún færa sig yfir í nýtt starf verkefnastjóra á heilbrigðissviði sem nú verður sett á laggirnar vegna aukinna umsvifa í starfsemi Hrafnistu.

Eins og mörg ykkar vita hafa verið miklir rekstrarerfiðleikar á Hrafnistu Kópavogi undanfarin ár. Helsta ástæða þessa er núverandi stærð hjúkrunarheimilisins en 44 rými í nútíma skipulagi hjúkrunarheimilisins hefur reynst okkur mjög erfitt viðfangs, þrátt fyrir að margt hafi áunnist.

Þar sem mjög nýlega kom í ljós að frestun virðist ætla verða á byggingu seinni áfanga hjúkrunarheimilisins er ljóst að það mun ekki taka til starfa fyrr en í fyrsta lagi árið 2020, en við stækkunina ætti rekstrarumhverfið að komast í eðlilegt horf.

Viðvarandi taprekstur er ekki mögulegur lengur og vegna þessa hefur stjórn Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna, ákveðið að ekki verði ráðið í stöðu forstöðumanns að sinni eða þar til styttist í opnun seinni áfangans.

Rebekka Ingadóttir, sem verið hefur deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Kópavogi, snýr nú aftur úr fæðingarorlofi í sitt fyrra starf sem deildarstjóri. Mun hún jafnframt taka við yfirstjórn annarrar starfsemi Hrafnistu í Kópavogi sem er dagdvöl og sjúkra- og iðjuþjálfun. Starf deildarstjóra mun heyra beint undir forstjóra Hrafnistu en deildarstjóri mun njóta stuðnings forstjóra og stoðsviða Hrafnistu með sambærilegum hætti og önnur heimili Hrafnistu.

Rebekka Björg Örvar, sem leyst hefur af undanfarið ár sem deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Kópavogi, mun nú snúa aftur í sitt fyrra starf sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar í Kópavogi.

Sem fyrr segir taka allar þessar breytingar gildi 1. september n.k.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Bjarneyju kærlega fyrir hennar glæstu störf í þágu okkar í Kópavogi og óska henni góðs gengis í nýju starfi á heilbrigðissviði.

Rebekku Ingadóttur býð ég velkomna aftur til starfa og Rebekku Björg þakka ég fyrir mjög fínt framlag sem deildarstjóri á Hrafnistu í Kópavogi. Óska ég þeim báðum alls hins besta.

 

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Innanhússmerkingar á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

 

Nú á dögunum var verið að klára innanhúss merkingar á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þegar Hrafnista hóf starfsemi á Nesvöllum var efnt til nafnasamkeppni og vann sú tillaga þar sem  endingin - vík kom fyrir í öllum nöfnunum. Þessar víkur eru allar staðsettar á Reykjanessvæðinu og fannst okkur tilvalið að setja mynd af víkunum með á merkingarnar. Það var Einar í Merkiprent sem sá um gerð merkinganna.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

Sjómannadagurinn í Reykjanesbær var haldinn hátíðlegur bæði á Nesvöllum og á Hlévangi. Hátíðarhelgistund var haldin þar sem séra Erla Guðmundsdóttir þjónaði fyrir altari. Boðið var í Sjómannadagskaffi á báðum heimilunum þar sem félagar úr harmonikkufélagi Suðurnesja, þeir Baldvin og Dói, þöndu nikkuna og tóku nokkur vel valin sjómannalög.

 

 

Lesa meira...

Dregið í happdrætti iðjuþjálfunar Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Dregið hefur verið í happdrætti iðjuþjálfunar, eftir Sjómannadaginn á Hrafnistu í Reykjavík. Vinningshafi happdrættisins er Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir sem býr á Hrafnistu í Reykjavík. Hún má teljast heppnasta konan á heimilinu í dag því hún hreppti fyrsta, annan og þriðja vinning. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst og ansi hreint skemmtileg tilviljun. 
Til gamans má geta að seldir voru 80 miðar í happdrættinu og Hólmfríður keypti 10 miða. Líkurnar á því að hún fengi fyrsta vinning voru því 12,5%, annan vinning 11,4% og þriðja vinning 10,3%. 
Hins vegar voru líkurnar að vinna alla þrjá vinninga 0,15 % .


Við óskum Hólmfríði Þóru innilega til hamingju með vinningana og þökkum henni kærlega fyrir þátttökuna.

 

Lesa meira...

Jasmín í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Elín Kaaber og hænan Jasmín
Lesa meira...

 

Jasmín kom í heimsókn til okkar á Hrafnistu í Reykjavík á dögunum og stóð sig með prýði. Heimilisfólk kunni ákaflega vel að meta þessa heimsókn og fékk hún mikið hrós fyrir „prúðmannlega framkomu“. Henni lá mikið niðri fyrir þegar heim kom að segja hinum hænunum frá ævintýrum sínum í höfuðborginni.

 

Lesa meira...

Síða 120 af 175

Til baka takki