Fréttasafn

Evelinda Dealca Gomez 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Evelinda og Sigrún.
Lesa meira...

 

Evelinda Dealca Gomez, félagsliði á Hrafnistu Garðabæ-Ísafold, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Evelinda og Sigrún Skúladóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Garðabæ-Ísafold.

 

Lesa meira...

Tilkynning frá Neyðarstjórn Hrafnistu

Lesa meira...

Nú stendur yfir endurnýjun á þaki Hrafnistu í Hafnarfirði, stærsta öldrunarheimili landsins en heimilið hélt upp á 40 ára afmæli sitt á dögunum. Á heimilinu búa 214 manns en auk þess eru í húsinu 26 dagdvalarrými fyrir aldraða.

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.

Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel.

Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð.

Slökkviliði hefur nú farið með hitamyndavél yfir húsið og mun fylgjast með vettvangi í dag.

Dagleg starfsemi Hrafnistu í Hafnarfirði var því um hádegisbil komin í eðlilegt horf.

Hrafnista vill nota þetta tækifæri og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snörp og markviss vinnubrögð í þessum erfiðu aðstæðum. Jafnframt biðjum við íbúa Hrafnistu og aðstandendur þeirra velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir.

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Lesa meira...

Guðmundur Hallvarðsson afhenti Guðna Th. Jóhannessyni mynd af Guðna Thorlacius skipstjóra

Lesa meira...

 

Í heimsókn Guðna Th. Jóhennessonar á Hrafnistu í Hafnarfirði afhenti Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, honum mynd af Guðna Thorlacius skipstjóra, sem var afi Guðna Th.

Myndin var teiknuð af syni Guðna skipstjóra, Ólafi Þór Thorlacius, árið 1966.

Við afhendinguna voru auk Guðmundar Hallvarðssonar, hjónin Kristjana Kristjánsdóttir og Guðni Sigurðsson.

Kristjana starfaði í Flataskóla á sama tíma og Jóhanna Thorlacius kennari, sem var mágkona Margrétar, eiginkonu Guðna skipstjóra.

Þegar Kristjana og Jóhanna eiga tal saman, kemur í ljós að Guðni Sigurðsson (eiginmaður Kristjönu) hafi verið í áhöfn Árvakurs, undir stjórn Guðna skipstjóra. Vegna þessa ákveður Jóhanna einhverju sinni að gefa Kristjönu myndina ef Guðni maður hennar myndi hafa gaman af.

Við flutninga fyrir nokkrum árum gefur Guðni Sigurðsson Sjómannadagsráði myndina af Guðna Thorlacius skipstjóra.

Þegar Guðni Th. Jóhannesson er kjörinn forseti var ákveðið að færa honum myndina að gjöf við gott tækifæri en Guðmundur Hallvarðsson, þáverandi formaður Sjómannadagsráðs og Guðni Sigurðsson, sigldu saman um tíma undir stjórn Guðna skipstjóra á Árvakri. Þetta góða tækifæri gafst semsagt í heimsókninni sl. miðvikudag.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendinguna.

Frá vinstri eru:  Guðmundur Hallvarðsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Guðni Sigurðsson og Guðni Th. Jóhannesson. 

 

Lesa meira...

Síða 119 af 175

Til baka takki