Fréttasafn

Hraunvangur 1-3 hlýtur viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtimennsku

Lesa meira...

 

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar tilnefndi Hraunvang 1-3 við Hrafnistu í Hafnarfirði, snyrtilegustu fjölbýlishúsalóðina í Hafnarfirði á dögunum. Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs veitti viðurkenningunni viðtöku.

Í lýsingu umhverfis- og framkvæmdaráðs  segir: „Mjög fallegar og snyrtilegar lóðir þar sem hraunið fær notið sín. Aðgengi er gott og notendavænt fyrir íbúa, góðar gönguleiðir og rými til að setjast niður og njóta sólar og útsýnis.“ 

 

 

Lesa meira...

Wilma P. Cortes 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Wilma, Kristín og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Wilma P. Cortes, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Wilma, Kristín Benediktsdóttir ræstingarstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 21. september 2017

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 21. september nk.

Skráning verður í aðalanddyri á Hrafnistu í Reykjavík til þriðjudagsins 19. september frá kl. 10:00 – 16:00.

Ókeypis er fyrir heimilismenn og getur hver heimilismaður boðið tveimur gestum með sér. Verð fyrir gest er kr. 4.000,-

Gestir í dagþjálfun og meðlimir DAS klúbbsins greiða kr. 3.000.- og geta þeir boðið með sér einum gest. Verð fyrir gest er kr. 4.000.-

 

Sjónvarpað verður frá skemmtuninni í Skálafelli, á Hrafnisturásinni, í setustofum deilda.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

Lesa meira...

Árleg púttkeppni íbúa Hrafnistu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Lesa meira...

 

Árleg púttkeppni íbúa Hrafnistu við bæjarstjórn Hafnarfjarðar var haldin á púttvellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði í gær, þriðjudaginn 12. september.

Þetta er níunda árið í röð sem þessi keppni er haldin og hefur bæjarstjórnin aldrei borið sigur út bítum. Hrafnistu fólk sigraði í ár með yfirburðum og hampaði þar með farandbikarnum einn eitt árið.

 

 Besta skori kvenna náðu:

1.    Inga Pálsdóttir Hrafnistu, 33 högg.

2.    Ingveldur Einarsdóttir Hrafnistu, 34 högg.

3.    Ingibjörg Hinriksdóttir Hrafnistu, 35 högg.

 

Besta skori karla náðu:

1.    Friðrik Hermannsson Hrafnistu, 34 högg.

2.    Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, 35 högg.

3.    Ragnar Jónasson Hrafnistu, 36 högg.

 

Skammarverðlaun hlýtur svo sá sem er með bestu nýtingu vallarins. Að þessu sinni var það Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjarfulltrúi sem hlaut verðlaunin og leysti hún þar með Árdísi Huldu Eiríksdóttir, forstöðumann á Hrafnistu í Hafnarfirði af hólmi sem handhafa þeirra verðlauna, en hún hlaut skammarverðlaunin í fyrra. 

 

Lesa meira...

Púttmót starfsmanna Hrafnistuheimilanna

F.v. Hanna, Ásgeir og Sólveig.
Lesa meira...

Púttmót starfsmanna Hrafnistuheimilanna var haldið á púttvellinum við Hrafnistu í Hafnarfirði, mánudaginn 4. september sl.

1.       sæti hlaut Ásgeir Ingvason

2.       sæti hlaut Sólveig Hauksdóttir

3.       sæti hlaut Hanna B. Kjartansdóttir

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Hanna B. Kjartansdóttir, Ásgeir Ingvason og Sólveig Hauksdóttir. 

 

Lesa meira...

Kolbrún Kjartansdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Kolbrún og Sigrún.
Lesa meira...

Kolbrún Kjartansdóttir, hjúkrunarritari á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað í 20 ár á Hrafnistu.

Eftir öll þessi ár í starfi á Hrafnistu heldur Kolla á vit nýrra ævintýra þar sem hún hefur nú látið af störfum og ætlar að njóta alls þess besta sem efri árin hafa upp á að bjóða. Í tilefni af þessum tímamótum var blásið til veislu í gær og Kolla kvödd með pompi og prakt. Stjórnendur Hrafnistu óska Kollu til hamingju með áfangann og þakka fyrir tryggð og góð störf í þágu Hrafnistu. Starfsfólk Hrafnistu óskar Kollu velfarnaðar um ókomna tíð, með innilegu þakklæti fyrir góð kynni og gott samstarf á Hrafnistu í gegnum tíðina.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kolbrún og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

Lesa meira...

Tilkynning um læknaþjónustu - breytt skipulag.

Lesa meira...

 

Kæri íbúi og aðstandandi,

 

Frá og með 1. september 2017, mun Heilsuvernd taka við læknisþjónustu Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu eins og hefur verið á Hrafnistu í Garðabæ – Ísafold í nokkur ár.

Heilsuvernd hefur undanfarin ár sinnt þjónustu á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og býr að góðum hópi lækna sem hafa mikla reynslu af þjónustu við eldri borgara.

Ekki er gert ráð fyrir að breytt fyrirkomulag á læknisþjónustu Hrafnistu hafi áhrif á íbúa, fyrir utan að á sumum deildum heimilanna kemur inn nýr læknir. Aðrar deildir halda sömu læknum og áður. Læknar Heilsuverndar munu sinna viðveru á deildum heimila líkt og áður ásamt því að sinna bakvakt og koma í útköll ef þörf þykir, að mati hjúkrunarfræðings. Um helgar sinna læknar Heilsuverndar sólarhrings bakvaktarþjónustu fyrir Hrafnistuheimilin.

Heilbrigðissvið Hrafnistu mun halda utan um gæði og eftirlit í samstarfi við hjúkrunarfræðinga og lækna deildanna, líkt og áður.

Ef einhverjar áhyggjur eða spurningar vakna í þessu sambandi, vinsamlega ræðið við deildarstjóra viðkomandi deildar.

 

Fyrir hönd Hrafnistu,

María Fjóla Harðardóttir

Framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu

 

Lesa meira...

Inngangur á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnan megin (B-álma) lokaður vegna framkvæmda

Lesa meira...

Frá og með miðvikudeginum 23. ágúst verður inngangur á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnan meginn (B-álma) lokaður vegna framkvæmda. Þessi lokun varir næstu vikurnar.

Þetta er gert til að tryggja öryggi þeirra sem leið eiga um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

Íbúar, gestir og starfsmenn eru vinsamlega beðnir að fara um aðalinnganginn á meðan.

Við vonum að allir sýni þessu skilning og virði þessa lokun. Biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem hún kann að hafa í för með sér.

 

Lesa meira...

Síða 116 af 175

Til baka takki