Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Stofnfundur Hollvinasamtaka Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 17:00

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_DAS-Hafnarfj_Fotor.jpeg

 

Í tilefni af 40 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði hafa nokkrir velunnarar heimilisins tekið höndum saman og stefna að stofnun hollvinasamtaka heimilisins á þessum merku tímamótum.

Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 17:00 í Menningarsal (1. hæð), Hrafnistu í Hafnarfirði og eru allir velkomnir.

Markmið samtakanna er að styðja við starfsemi og velferð heimilisins.

Hrafnista hefur þjónað Hafnfirðingum vel á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að hún tók fyrst til starfa, á Sjómannadaginn þann 5. júní 1977. Í dag eru rými fyrir 209 einstaklinga og á heimilinu starfa 333, af þeim eiga 62% lögheimili í Hafnarfirði.

Þegar skoðað er hvaðan íbúarnir koma þá kemur í ljós að 91 íbúi á heimilinu var með lögheimili í Hafnarfirði er hann flutti inn.

Einnig er Hrafnista með hvíldarrými og á árinu 2016 komu 80 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði í hvíldarinnlögn og  nú í mars voru 11 Hafnfirðingar í hvíld.  Fjöldi daga í innlögn voru 2.323 dagar eða að meðaltali 29 dagar á hvern þeirra. 

Í dag eru t.a.m. 79 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði sem sækja dagdvöl á Hrafnistu og á biðlista eftir þjónustu eru 59 Hafnfirðingar.        

Við hvetjum áhugasama til að mæta á stofnfundinn og taka þátt í starfi félagsins frá byrjun.

 

Velunnarar Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur