Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista formlega tekin við rekstri hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg

Í gær var stór dagur í sögu Hrafnistu, og hjá eiganda Hrafnistu Sjómannadagsráði, sem þá tók við rekstri á 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvoginum. Við stutta athöfn var hjúkrunarheimilið formlega afhent af verktaka til eigenda, sem eru Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, sem afhenti svo heimilið til okkar á Hrafnistu.

Heimilið mun án efa hjálpa til við lausnir eldra fólks hér á landi sem býður eftir rými á hjúkrunarheimili. En eins og komið hefur fram í fréttum undanfarin misseri er þörfin mikil og því mikil pressa á okkur víða að úr samfélaginu.

Hrafnista á Sléttuvegi er áttunda Hrafnistuheimilið og í gærmorgun mættu 50 fyrstu starfsmennirnir til starfa til viðbótar við þá 10 stjórnendur sem þegar höfðu hafið störf. Starfsmannahópsins bíða mörg verkefni áður en fyrstu íbúarnir geta flutt inn. Setja þarf upp allan lausabúnað, húsgögn, vörur, allt frá hnífapörum, bleium og kryddi upp í lyftara, húsgögn og uppþvottavélar. Formleg vígsla verður á húsnæðinu um næstu mánaðarmót.

Gaman er að segja frá því að hjúkrunarheimilið er framkvæmd sem er bæði á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.  

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur