Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Viðburðir á aðventunni á Hrafnistu í Laugarási og Hraunvangi

 

Á aðventunni er jafnan mikið um að vera á Hrafnistuheimilunum og ýmsir góðir gestir kíkja í heimsókn til okkar. Þessi vika hefur heldur betur verið viðburðarrík. Á Hrafnistu í Laugarási m.a. var glatt á hjalla og áhuginn skein af mannskapnum þegar þær Vigdís Grímsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir kynntu bókina Systa Bernskunnar vegna og Dóra S. Bjarnason kynnti bók sína Brot-konur sem þorðu. Eldri hópur barnakórs Laugarnesskóla, undir stjórn Hörpu Þorvaldsdóttur kom og söng af hjartans lyst við mikinn fögnuð og Kammerkór Mosfellsbæjar söng ljúf jóla- og aðventulög í Skálafelli.

Á Hrafnistu Hraunvangi kom hljómsveit úr Víðistaðaskóla í heimsókn og spilaði jólalög. 5-9 ára börn úr Hjallaskóla sungu fallega fyrir okkur og dreifðu jólakortum.Gaflarakórinn og Kór eldri borgara úr Garðabæ sungu guðdómlega og var menningarsalurinn troðfullur af áheyrendum. Auk þessa var aðventuhelgistund sl. þriðjudag sem sr. Svanhildur Blöndal leiddi. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu var með jólahugleiðingu og mætti að sjálfsögðu í hátíðarfötunum.

Á Hrafnistu Skógarbæ komu leikskólabörn í heimsókn og bakaðar voru piparkökur. Öllum til mikillar gleði.  

Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt leið sína til okkar og kætt okkur með ýmisum hætti kærlega fyrir komuna.  

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur