Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Þórdís Kolbrún heimsækir nýtt eldhús Hrafnistuheimilanna

Á dögunum fékk nýja eldhús Hrafnistuheimilanna í Laugarásnum skemmtilega heimsókn en þá kíkti við Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Eftir tíu mánaða breytingarferli hefur aðaleldhús Hrafnistuheimilanna tekið miklum breytingum. Eldhúsið, sem tekið var í notkun nú í lok nóvember var stækkað úr 680 m² í 1.050 m². Með þessari stækkun munu framleiðsluafköst fara úr 850 í 1.800-2.000 skammta á sólarhring og öll vinnnuaðstaða er eins og best gerist.

Þar sem eldhúsið er eitt stærsta framleiðlsueldhús hér á landi fannst Þórdísi Kolbrúnu, sem ráðherra iðnaðar á Íslandi, mjög spennandi að fá að koma og sjá hvernig til hefði tekist.

Ólafur Haukur Magnússon, yfirmaður eldhúsa og Pétur Magnússon forstjóri, tóku á móti ráðherra, sem fannst bæði fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja þetta glæsilega og nýja eldhús.

Meðfylgjandi myndir tók Hreinn Magnússon í heimsókninni.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur